Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Galin harka flugfreyja gagnvart Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er náttúrlega mjög áhugavert að hér á landi eru til tvö félög og í íslenskum lögum er ekkert sem segir að það skuli semja við flugfreyjur um starf á Íslandi við Flugfreyjufélag Íslands og engan annan,“ segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða og fyrrum forstjóri Icelandair, um möguleika Icelandair að leita annað náist ekki samningar við Flugfreyjufélag Íslands.

Icelandair horfir til þess að semja við annað íslenskt flugfreyjufélag, Íslenska flugstéttafélagið, ÍFF, til að tryggja framtíð flugfélagsins eftir að Flugfreyjufélag Íslands, FFÍ, gekk frá samningaborðinu á lokametrunum í vikunni. Svo herma heimildir Mannlífs. Hið nýja flugstéttarfélag hefur nú þegar samið við flugfélagið Play sem hyggst fara í loftið innan tíðar og herma heimildir Mannlífs að þeir samningar séu næstum helmingi hagstæðari fyrir flugfélagið heldur en núgildandi samningar Icelandair við flugfreyjur. Í viðtali við Mannlíf í dag segir formaður ÍFF, Vignir Örn Guðnason, alla velkomna til félagsins.

„Það sem mér finnst síðan ennþá asnalegra er að þetta sama félag hefur í gegnum tíðina samið við samkeppnisaðila Icelandair um sambærileg störf á miklu betri kjörum.“

Jón Karl bendir á að opinn markaður geri ráð fyrir að í raun eigi að vera hægt að sækja vinnuafl hvert sem er. Það sem FFÍ hangi stíft á sé áratugagamalt forgangsréttarákvæði samninga sem hann telur úrelt í dag. „Þetta er áratugagamalt ákvæði sem ég hef verið að benda á að stangist á við opinn markað í dag. Um félagafrelsi hafa fallið fullt af dómum. Ég held því fram að þetta ákvæði muni ekki standast neina skoðun og að ekki sé lengur hægt að hanga á áratugagamalli reglu um forgang. Ég bara trúi því ekki.“

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða og fyrrv. forstjóri Icelandair

Aðspurður segir Jón Karl það vekja furðu að félagsmenn FFÍ hafi áður samið betur við samkeppnisaðila Icelandair. Hann ber fyrir því fulla virðingu að fólk vilji ekki auðveldlega gefa frá sér áunnin réttindi. „Gildandi samningar eru byggðir á áratuga uppsöfnun réttinda. Auðvitað eru þetta áunnin réttindi og ég skil það vel að fólk vilji ekki gefa það frá sér. En þessir samningar hafa byggst upp á löngum tíma og oft í umhverfi þegar samkeppnin var allt önnur. Mér finnst flugfreyjufélagið hljóta frekar slæma ráðgjöf í þá veru að vilja heldur knésetja félagið en semja við það um betri kjör.“

„Það sem mér finnst síðan ennþá asnalegra er að þetta sama félag hefur í gegnum tíðina samið við samkeppnisaðila Icelandair, fyrst Iceland Express, svo WOW og núna semja flugfreyjur líka við Play, um sambærileg störf á miklu betri kjörum. Það finnst mér algjörlega galið,“ segir Jón Karl.

Eins og áður segir telur Jón Karl uppi áhugaverða stöðu verandi með tvö löggilt flugstéttafélög á landinu og ljóst að Icelandair hafi mögulega kost á því að leita annað. Fari illa fyrir flugfélaginu á endanum segir hann pottþétt að skarðið verði fyllt. „Icelandair hefur þarna annan kost en reyna þarf þá á forgangsréttinn enda hanga stéttarfélögin mjög hart á því ákvæði. Það vita það allir að það kemur alltaf eitthvað í staðinn fyrir Icelandair fari þetta illa. Ég hef engar áhyggjur af því að ekki verði flogið til og frá Íslandi. Það vita það líka allir að Flugfreyjufélag Íslands mun ekki ná svona góðum samningum við nýjan aðila.“

- Auglýsing -

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -