Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Geðsjúkum í neyð sinnt í dagvinnu: „Kæra Svandís, þetta hryggir mig“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég leitaði þangað vegna þess að bráðamóttaka geðsviðs var lokuð. Ég fékk að tala við deildarlækni sem tjáði mér það að enginn geðlæknir væri á svæðinu né sálfræðingur. Semsagt, enginn sérfræðingur þegar kemur að andlegri heilsu,“ skrifar Íris Hólm Jónsdóttir á Facebook um erfiða lífsreynslu sína. Færslunni er beint til heilbrigðisráðherra með yfirskriftinni Kæra Svandís.
Íris var upplýst um að bráðamóttaka geðsviðs væri aðeins opin á virkum dögum frá 12 á hádegi til 19:00 eða í sjö klukkustundir á dag. Henni var boðið að bíða til morguns á bráðamóttökunni til að fá hjálp í veikindum sínum.
„Ég var spurð hvort ég treysti mér til þess að fara heim og mæta aftur á morgun á bráðamóttöku geðsviðs eða hvort ég vildi vera hjá þeim þangað til. Valið var nú ekki mikið þar sem það að vera hjá þeim þýddi að bíða á kaldri biðstofu,“ skrifar Íris.

Biðin kostaði mannslíf

Hún rifjar upp hörmulegt tilvik um að einstaklingur hafi leitað á bráðamóttöku geðsviðs að morgni en verið vísað frá og sá beðinn um að koma aftur kl.12. Í millitíðinni hafi sársaukinn verið svo mikill að einstaklingurinn tók sitt eigið líf.
„Hvernig er ekki hægt að bjóða upp á sálfræðiþjónustu þegar sálfræði er vinsælasta grein hugvísindasviðs í Háskóla Íslands?“ spyr hún.
Íris veltir því upp hvað hefði gerst ef hún hefði verið að glíma við líkamleg meiðsl í stað þess andlega sársauka sem um ræðir.
„Ef ég hefði komið inn með tvær brotnar fætur eða blæðandi sár, hefði ég þá verið send heim með eina sobril og ég beðin um að koma aftur eftir 10 klst? Heldur ríkisstjórn Íslands að með því að skera á geðheilbriðgisþjónustu að þá hverfi vandamálið? Þetta gerir mig reiða. Þetta hryggir mig. Andlegt heilbrigði á ekki að vera neðst í forgangsröðinni árið 2021,“ skrifar Íris í færslu sinni sem beint er til heilbrigðisráðherra.
Gríðarleg viðbrögð eru við skrifum Írisar og margir deila færslunni.
„Það er yfirvöldum til ævarandi skammar að hrúga saman, andlega veikum, krabbameinssjúkum, fíklum, slösuðum, hjartabiluðum og öðru langveiku fólki á undirmannaða illa tækjum búna bráðamóttöku …,“ skrifar Sigurgeir Sigmundsson í athugasemd við færsluna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -