Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Gulur september hefst í dag – Auka á meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Opnunarviðburður um samvinnuverkefni um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir verður haldinn í Kringlunni í dag klukkan 14:00.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Sjá líka á gulurseptember.is

Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. 

Slagorðin; „Er allt í gulu?“ og ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ verða kynnt til sögunnar. Slagorðin vísa til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlú saman að geðheilsunni. Í dagskránni í ár, er sérstök áhersla lögð á geðrækt á vinnustöðum. 

Staðreyndir, málefnið er brýnt: 

 • Íslandi deyja að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi, á ári. 
 • Yfir helmingur allra sjálfsvíga á sér stað fyrir 50 ára aldur.
 • Sjálfsvígstíðni er tvöfalt hærri, í heiminum, meðal karla en kvenna. 
 • Áætlað er að um 703.000 manns deyi árlega í sjálfsvígum, á heimsvísu. 
 • Aðdragandi sjálfsvígs getur verið þungur og sár. 
 • Hvert sjálfsvíg hefur áhrif langt út fyrir innsta hring hins látna. Rannsóknir sýna að hefur mikil áhrif á um 135 manns. 
 • Aðstandendur takast á við krefjandi tilfinningar eins og sektarkennd og höfnun, úrvinnsla áfalls og sorgar er flókin. 

Að undanförnu hefur gulur september verið kynntur meðal félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja og undirbúningshópurinn vonast til að fólk geti tekið höndum saman um málaflokkinn.

- Auglýsing -

Hugmyndir að því hvernig  hægt er að taka þátt:  

 • Klæðast GULU og skreyta með GULU í september.
 • GULAR vörur og fatnaður í forgrunni í verslunum. 
 • Afsláttur af GULUM vörum.   
 • GULUR dagur, 7.september, þann dag eru allir hvattir til að klæðast GULU. 
 • Deila myndum af „GULRI“ stemmingu og nota þar sem við á #gulurseptember.
 • Mæta á viðburði, taka þátt í dagskrá GULS september. 
 • Fjalla um um málefni GULS mánaðar.

Í tilefni af gulum september verður formlegur opnunarviðburður þann 1.september í Kringlunni kl.14-14.30. Heilbrigðisráðherra og landlæknir verða með ávarp.  

Að verkefninu um gulan september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -