Sunnudagur 5. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gjall fellur út lofti – Varhugavert að handfjatla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynningar hafa borist að gjall falli til jarðar í Grindavík. „Ástæða þess að gjóska fellur nú til jarðar í Grindavík, 3-5 km frá gossprungunni er samspil af hæð kvikustrókanna, vindaáttar, hitauppstreymis frá hraunbreiðunni og lágum lofthita,“ segir í nýrri færslu frá Veðurstofunni.

Bent er á að fyllstu varúðar skal gæta þegar gjall er handleikið. Auðveldlega er hægt að skera sig á því eins og á gleri. Eins er varhugavert að notast við rúðuþurrkur bifreiða til að ná því af, frekar skal blása eða skola því af.

Hvað er gjall?

Gjall er glerkennd gjóska úr basalti eða andesít. Það er blöðrótt eða jafnan frauðkennt, og mjög létt í sér. Litur þess er oftast svartur eða rauðleitur. Myndun þess gerist þegar kvikulettur snöggkólna í kvikustrókum.

Gjall getur flust töluverðar vegalengdir undan vindi með gosmekki.
„Gjóska er samheiti yfir öll laus gosefni sem koma upp í eldgosi, óháð stærð og gerð, flytjast upp í andrúmsloftið og falla svo til jarðar.“

Í færslunni segir jafnframt:
„Hér á Íslandi þekkjum við gjósku vel úr sprengigosum eins og Grímsvatnagosum 2011 og 2004 og Eyjafjallajökli árið 2010. Í sprengigosum sundrast kvikan meira og myndar finni gjósku en gjóska myndast líka í hraungosum eins og nú eiga sér stað á Reykjanesskaga. Í hraungosum fellur gjóskan mest niður nærri gígum og sést því ekki vel utan við hraunbreiðuna en í maí 2021 þegar kvikustrókavirkni var sem mest í gosinu í Fagradalsfjalli féllu stórir gjóskumolar allt að 10 cm í a.m.k. 1 km fjarlægð frá gosupptökum.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -