Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Gleymdar myndir og póstkort lifna við á ný

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag klukkan 16 opnar sýningin Leiðréttingar/Corrections eftir Sigurð Árna Sigurðsson í Hverfisgalleríi auk þess sem bókin Leiðréttingar kemur út. Sýningin byggir á ljósmyndum og póstkortum sem Sigurður hefur safnað víða um Evrópu síðustu þrá áratugi.

 „Árið 1990 fann ég svarthvíta ljósmynd af svörtum hundi á flóamarkaði í Sète í Suður-Frakklandi,“ segir Sigurður um upphaf þess að hann hóf að safna gömlum og gleymdum ljósmyndum og póstkortum í fornverslunum og á flóamörkuðum fá hinum og þessum stöðum í Evrópu. „Myndin fékk nafnið Fundinn hundur og lá lengi á vinnuborði mínu áður en ég ákvað að vekja hundinn til lífs með því að brjóta honum leið út úr rammanum með nokkurs konar tvífara. En þessi mynd er upphaf verkanna sem hafa síðan vaxið og þróast undir nafninu Leiðréttingar.“

Mr. Duchien, with tongue in cheek eftir Sigurð Árna. Mynd/Vigfús Birgisson.

Sigurður sýndi fyrstu Leiðréttingarnar á yfirlitssýningu sinni á Kjarvalsstöðum árið 1994. Síðan hefur fjöldi mynda bæst í safnið og eru um í kringum 200 talsins.

Bókin Leiðréttingar er gefin út á íslensku, ensku og frönsku og í texta hennar segir Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í Listfræði við Háskóla Íslands, meðal annars að myndaval Sigurðar Árna geti komið áhorfendum spánskt fyrir sjónir og erfitt geti reynst að rekja þráðinn sem tengi myndirnar saman. Hver einstök mynd bjóði upp á ýmsar vangaveltur og hugarflug um þær persónur og þá hluti sem lifna við í Leiðréttingunum.

Bókin Leiðréttingar eftir Sigurð Árna.

„Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur á Akureyri 1963. Hann hefur unnið að myndlist í Frakklandi og á Íslandi síðan hann lauk námi frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París 1991. Sigurður Árni hefur haldið tugi einkasýninga og má finna verk eftir hann í öllum helstu listasöfnum á Íslandi auk listasafna í Evrópu. Nokkur verka hans eru staðsett í opinberum rýmum, s.s. Sólalda við Sultartangavirkjun, glerverkið Ljós í skugga, á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og útilistaverkið L’Eloge de la Nature í Loupian, Pyrénées-Méditerranée í Frakklandi,“ segir Æsa jafnframt í bókinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -