Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Gríðarlegt tap Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair flugfélagið tapaði tæpum 27 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það fer nærri því sem félagið stefnir á að safna í fyrirhuguðu hlutafjárútboði í júní þar sem almenningi verður boðið að taka þátt ásamt fjárfestum. Lausafjárstaða félagsins nálgast að vera komin undir lágmarksviðmið þess.

Sjá einnig: Þjóðin situr uppi með Icelandair

Mannlíf fjallaði um erfiða stöðu Icelandair í helgarblaðinu sem kom út í gær. í gær birti einnig Icelandair í Kauphöll bráðabirgðatölur sínar úr uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. Ljóst er að staða félagsins er alvarleg og hefur ríkisstjórnin lýst sig tilbúna til að koma að lánum eða ábyrgðum til flugfélagsins. Það verður hins vegar ekki gert nema fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair gangi samkvæmt áætlun og þar skiptir sköpum öflun nýs hlutafjár í útboðinu í næsta mánuði.

Athygli vekur að hluti tapsins, eða tæpir 7 milljarðar, tengjast framvirkum samningum Icelandair á olíu. Þessi stefna flugfélagsins að verja sig með þessum hætti kemur nú illa niður á félaginu þegar olía á markaði hefur snarlækkað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -