Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Guðjón Elí var jákvæður fótboltakappi í blóma lífsins: „Biðlum til allra að standa heiðursvörð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mánudaginn verður borinn til grafar Guðjón Elí Bragason, 19 ára knattspyrnumaður frá Sandgerði, sem lést í blóma lífsins eftir erfiða baráttu við beinkrabbamein. Hann greindist með meinið 17 ára gamall og lést fyrir viku síðan á Barnaspítala Hringsins.

Guðjón Elí fæddist 13. júní árið 2002 og hefði því orðið 19 ára í sumar. Hann verður jarðsunginn frá Sandgerðiskirkju á mánudaginn klukkan 13. Sandgerðingar hafa ákveðið að standa heiðursvörð að athöfn lokinni til að sýna honum og fjölskyldu hans kærleik og virðingu.

Í nóvember síðastliðnum ræddi Guðjón Elí hetjulega baráttu sína við þennan erfiða sjúkdóm í þættinum Unga fólkið á Útvarpi Sögu sem Már Gunnarsson stýrir. „Mjög aktívur strákur sem var í öllum íþróttum og gerði svo mikið allan daginn. Ég á erfitt með að leggjast niður í sófa heima. Eina sem komst að fyrir veikdindin var fótboltinn. Síðan fór ég að finna fyrir einkennum sem fóru að magnast með tímanum. Síðasta sem ég hugsaði var að þetta væri krabbamein, hélt alltaf að þetta væru bara íþróttameiðsl,“ sagði Guðjón Elí.

„Stundum setur maður upp grímu og þykist vera jákvæður. Það dregur aðra niður þegar maður er neikvæður. Maður tók smá tíma í vonbrigði en svo hef ég tileinkað mér það að vorkenna aldrei sjálfum mér.“

Blessuð sé minning þessa unga manns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -