Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hólmfríður syrgir litlu systur sína: „Jónína var alveg eins og engill og hlakkaði svo til jólanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er mikil sorg í fjölskyldunni. Við erum búin að fylgja henni í gegnum sjúkdóm og þetta er mikil sorg því hana hlakkaði svo til jólanna þar sem hún ætlaði að vera hjá dóttur sinni og barnabörnum til að knúsa þau. Hún var rosalega mikill karakter og mikið jólabarn. Þetta er því svakalegt og erfiður tími núna,“ segir Hólmfríður Benediktsdóttir, eldri systir Jónínu Benediktsdóttur sem varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði.

Jón­ína, íþrótta­fræðing­ur og frum­kvöðull, var 63 ára að aldri er hún lést. Hún læt­ur eft­ir sig þrjú upp­kom­in börn, Jó­hönnu Klöru, Tóm­as Helga og Matth­ías sem eru öll börn Stef­áns Ein­ars Matth­ías­son­ar. Barna­börn­in eru fjög­ur, Stefán Kári, Krist­ín Embla, Ásdís Þóra og Matth­ías Þór.

Jónína var mikill frumkvöðull

Jón­ína nam íþrótta­fræði í Kan­ada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu lík­ams­rækt­ar­stöðina á Íslandi. Hún var áhuga­söm að kynna lands­mönn­um mik­il­vægi lík­ams­rækt­ar og stóð meðal ann­ars fyr­ir morg­un­leik­fimi á Rás 1. Síðustu ár hef­ur hún staðið fyr­ir lífs­bæt­andi detox-meðferðum í Póllandi og á Hót­el Örk í Hvera­gerði. Hólmfríður fór fjórum sinnum í detox-meðferða hjá systur sinni og segir þær hafa verið frábærar. „Hún var algjör forsprakki sem hafði svo margar flotta hugmyndir. Detox-ið var alveg svakalega flott,“ segir Hólmfríður.

Hólmfríður syrgir litlu systur sína. Blessuð sé minning Jónínu.

Jón­ína fædd­ist 26. mars 1957 á Húsavík. Hún var miðjubarn í fimm systkinahópi og Hólmfríður passaði hana reglulega. „Ég var sjö ára þegar hún fæddist, hún var alveg eins og engill. Hún var svo fallegur krakki og hún var allt öðruvísi en við systkinin hin. Hún varð strax mikil íþróttakona og þegar hún var í handbotaliðinu þá var það mjög gott,“ segir Hólmfríður og bætir við:

„Ég var mikið að passa Jónínu og það gekk á ýmsu. Jónína var ofsalega hvatvís enda er mikil hvatvísi í fjölskyldunni. Jónína gat verið ofboðslega hlý og vildi alltaf hjálpa. Að sama skapi gat hún líka sagt umbúðalaust það sem henni fannst. Jónína var húmoristi þannig maður veltist stundum um af hlátri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -