Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hafa áhyggjur af álagi á lækna – Kulnun í starfi eykst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn lækn­aráðs Land­spít­alans lýsir yfir áhyggjum af álagi á lækna á Landspítalanum í nýrri ályktun.

 

„Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár,“ segir í ályktun frá stjórn lækn­aráðs Land­spít­alans þar sem áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum er lýst yfir.

Í ályktuninni er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Company sem unnin var í samstarfi við Velferðarráðuneytið, Landspítalann og Embætti landlæknis árið 2016.

„Fram kom í skýrslunni að læknar á Landspítalanum sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt.“

Í ályktuninni er tekið fram að setja þurfi upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni. „Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skal grípa til viðeigandi ráðstafana.“

Sparnaðaraðgerðir stuðla að minni starfsánægju 

- Auglýsing -

Þá eru nokkur atriði sem hafa valdið auknu álagi og/eða stuðlað að minni starfsánægju meðal lækna talin upp. Atriðin sem um ræðir eru m.a. sparnaðaraðgerðir, skipuritsbreytingar, langa biðlista eftir rannsóknum og skurðaðgerðum, frestanir á skurðaðgerðum, ástand á bráðamóttöku og ófullnægjandi húsnæði.

Stjórnin segir þá að kulnun í starfi hafi aukist meðal lækna. „Aukin umræða hefur verið um óhóflegt álag og í kjölfar þess kulnun í starfi sem hefur því miður gætt í vaxandi mæli meðal lækna. Læknaráð ítrekar því fyrri ályktanir um að mæta þurfi vaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans með því að ráða fleiri lækna og bæta aðbúnað þeirra. Ábyrgð á starfsemi Landspítalans, þjónustu við sjúklinga og öryggi þeirra liggur hjá heilbrigðisyfirvöldum sem ber að tryggja að fjármögnun starfseminnar sé í samræmi við verkefni hennar og hlutverk.“

 Ályktunina má lesa í heild sinni á vef Landspítalans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -