Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Skúli Tómas sinnir sjúklingum á Landspítalanum af og til: „Þetta er bara ógeðslegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ættingi meints fórnarlambs Dr. Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, segist fara úr jafnvægi í hvert sinn sem fréttir berast af lækninum. Vísir sagði frá því í dag að Skúli sinni stundum sjúklingum á Landspítalanum, þrátt fyrir að vera grunaður um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020.

Dr. Skúli Tómas Gunnlaugsson hefur stöðu grunaðs vegna ótímabær andláts níu sjúklinga hans á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 en Mannlíf hefur fjallað ítarlega um málið, meðal annars rætt við ættingja meintra fórnarlamba læknisins.

Sjá einnig: Móðir Óla var sjúklingur Skúla: „Þú ert að fremja morð hérna beint fyrir framan okkur“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Samkvæmt frétt Vísis fékk fréttavefurinn staðfestingu frá Landspítalanum að Skúli Tómas hafi komið að umönnun sjúklinga af og til, þegar mannekla hefur verið á spítalanum. Árið 2021 fékk Skúli Tómas tímabundið starfsleyfi frá Ölmu Möller, landlækni, þrátt fyrir algjöran áfellisdóm hennar í skýrslu um meðferðina á Dönu Jóhannsdóttur, sem lést í umsjá Skúla Tómasar á HSS. Síðan hefur starfsleyfið verið framlengd. Í maí árið 2022 var hann svo sendur í leyfi því erfitt þótti að tryggja að hann kæmi ekki að umsjá sjúklinga á spítalanum.

Sjá einnig: Dr. Skúli fékk víst starfsleyfi – Rannsakaður af lögreglu en fær að vinna næstu 12 mánuði

Samkvæmt Vísi starfar Skúli þó enn á Landspítalanum við það að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á bráðadagdeild lyfjalækninga. Í neyðartilfellum hefur Skúli þó af og til sinnt sjúklingum spítalans.

- Auglýsing -

„Bara á Íslandi!“

Beggi Dan, sonur Dönu Jóhannsdóttur, eins af meintum fórnarlömbum Skúla Tómasar, segir í samtali við Mannlíf vera bálreiður yfir þessum fregnum. „Ég verð bara furios, ég er svo þreyttur á þessu. Og í hvert skipti sem þetta kemur upp, þá fer maður bara úr jafnvægi. Þetta er bara ógeðslegt,“ sagði Beggi í samtali við Mannlíf. Beggi segir einnig að það sé með ólíkindum að eiga það á hættu að vera sinnt af manni sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða móður hans. „Hugsaðu þér, ættingjar fórnarlamba Skúla, gætu lent í því að þurfa á bráðaaðstoð að halda á Landspítalanum og Skúli Tómas Gunlaugsson tekur á mót þeim. Bara á Íslandi!“

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Sonur meints fórnarlambs Skúla læknis svarar: „Ég varð vitni af því þegar móðir mín var aflífuð“

- Auglýsing -

Þá segir Beggi að verði Skúli fundinn sekur, verði erfitt fyrir Landspítalann að færa rök fyrir því að hafa leyft honum að starfa við spítalanna á meðan manndrápsrannsóknin stóð yfir. „Hvernig ætlar Landspítalinn að standa við þá ákvörðun að hafa haft hann í vinnu og látið hann sinna sjúklingum? Það er það sem ég skil ekki.“

Eva Hauksdóttir, systir Begga segist í samtali við Mannlíf vilja vita hvernig heilbrigðiskerfið upplýsi sjúklinga um stöðu læknisins: „Ef fyrir liggur upplýst samþykki sjúklings að þiggja umönnun hans þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu. En mig langar að vita hvernig heilbrigðiskerfið standi að því að upplýsa sjúklinga um þá stöðu sem læknirinn er í og hverskonar sakir það eru sem nú hafa verið til rannsóknar frá því í febrúar 2021.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -