Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Hafdís Björg safnar sumargjöfum fyrir börn sem fá engar: „Svo dýrmætt að leyfa börnum að vera börn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, fimm drengja móðir, einkaþjálfari og margfaldur íslandsmeistari í fitness, safnar nú sumargjöfum fyrir börn sem fá enga slíka.

„Það leituðu til mín þrjár mæður sem voru með mikinn kvíða yfir því að geta ekki gefið börnunum sínum sumargjöf þetta árið. Þetta týpíska allir vinirnir í leikskólanum/skólanum fá sumargjöf,“ segir Hafdís Björg í samtali við Mannlíf.

„Það eru ótrúlega erfiðir tímar og margir búnir að missa vinnuna sína og spara því peninginn í þarfari hluti fyrir heimilið eða eiga bara ekki fyrir sumargjöf. Þess vegna fannst mér tilvalið að bjóða fram aðstoð á þennan hátt því ein lítil gjöf getur glatt svo mikið sem er svo dýrmætt á þessum tímum.“

Í kjölfarið stofnaði hún hóp á Facebook: Gleðjum börnin á sumardaginn fyrsta, og segir hún hann fara ört stækkandi, bæði þá sem vilja þiggja aðstoð og þá sem vilja leggja sitt af mörkum.

„Það eru ótrúlega margir búnir að bjóða fram aðstoð með því að kaupa gjafir, auglýsa hópinn, sækja styrki eða gefa pening í þetta málefni,“ segir Hafdís Björg. „Ég elska þegar svona safnanir eru í gangi að fólk er til í að leggja sitt af mörkum á þann hátt sem það hefur tök á. Mér finnst það lýsa svo vel persónuleika fólks. Ég veit alveg að maður getur ekki hjálpað öllum, en við getum reynt.“

Á meðal þeirra sem hafa gefið sumargjafir er forlagið Bókabeitan, sem gaf barnabækur að gjöf. „Við viljum alltaf styðja hvatningu við lestur barna og ungmenna,“ segir Heiða Björk Þorbergsdóttir bókaútgefandi og einn eigenda.

- Auglýsing -

„Mér finnst svo dýrmætt að leyfa börnum að vera börn. Ég vil líka að fólk viti að það er alltaf einhver þarna úti sem er til í að rétta fram hjálparhönd! Og það getur verið ómetanlegt að vita af því,“ segir Hafdís Björg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -