Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Halldór var án matar í þrjá daga og kallar Arion banka sósíópata

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptavinur Arion til 40 ára gefur lítið fyrir yfirlýsingar bankans um samábyrgð á tímum kórónaveirunnar. Hann segir Arion hafa brugðist sér þegar hann var matarlaus og hjálpaþurfi.

Halldór Högurður, textasmiður með meiru. Mynd / Skjáskot af Facebook

„Ég hef áttað mig á að ég hef verið í bissness með silent partner sem er sósíópati og er sama hvort ég lifi eða dey og því rak ég þig, Arion banki.“ Þetta segir Halldór Högurður, textasmiður með meiru, í færslu sem hann deilir á Facebook-vegg Arionbanka.

Í færslunni greinir Halldór frá því að hann hafi verið í viðskiptum við bankann í hvorki meira né minna en 40 ár og á þeim tíma staðið skil á sínu mánaðarlega. Nú sé hann staddur í Frakklandi vegna verkefnis og hafi af þeim sökum þurft að millifæra frá Frakklandi til Íslands um mánaðarmót. Vegna ástandsins sem hefur skapast vegna Covid-19 faraldursins hafi hann lent í því að mega ekki leggja pening inn á franska bankann til að senda til Íslands. Lokað hafi verið á innlagnir í rúma vika og matvöruverslanir ekki tekið við reiðufé þennan tíma. Eftir að hafa verið matarlaus í þrjá daga hafi hann ákveðið að leita til Arion banka eftir aðstoð.

„Svona ástand er frekar bagalegt, sérstaklega þegar maður klárar matinn og er án matar í 3 daga, en fyrr vildi ég nú ekki ónáða ykkur og sendi því lýsingu á aðstæðum mínum og hvað þyrfti til að liðka fyrir svo ekki færi illa. Svarið sem ég fékk til baka var skemmtilega einfalt, bara fingurinn (þó á stofnanamáli).“ Vegna þessa segir hann bankann hafa ollið sér stórskaða, þar sem hann hafi ekki getað staðið skil á forritaáskrift og því orðið fyrir töluverðu tapi. Þetta hafi orðið til þess að hann ákvað að segja upp viðskiptum við bankann.

Óskar skýringa á framkomunni

Halldór vekur athygli á því að á sama tíma og Arion banki, sem hann hefur verið í viðskiptum við í 40 ár, eins og áður sagði, vildi lítið fyrir hann gera, þá skuli bankinn setja fram sérstök skilaboð þar sem bent er á nokkur atriði sem snúa að bankaþjónustu og leiðir til að takast á við vandann í sameiningu, með vísan í það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19 faraldursins.

- Auglýsing -

Hann segist ekki átta sig á hvernig túlka eigi skilaboðin, því þegar á hólminn var komið hafi það ekki verið Arion banki sem hafi komið honum til hjálpar heldur bankinn í Frakklandi. „Þeir sögðu að þeim væri ljúft og skylt að skella á mig yfirdráttarheimild upp á 1.500 til 2.000 evrur án vaxta meðan á þessu stæði, það væri jú bara sjálfsögð samfélagsábyrgð,“ segir hann.

„Ég veit að það er mikið álag núna … en mig langar samt að fá að vita hvað felst í því að „takast á við þetta saman,“ skrifar Halldór á vegg Arion banka. „Það er vonandi ekki of mikil frekja að biðja um skýringu á því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -