Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Hefur sína kosti og galla að vinna með maka sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Parið Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason starfa bæði sem myndlistarmenn. Þau opnuðu nýverið sýningu með vídeóverki sem þau unnu saman. Það hefur sína kosti og galla að vinna með maka sínum, að þeirra sögn.

Una Margrét og Örn Alexander opnuðu nýverið sýninguna Kossar í Harbinger. Sýningin er partur af sýningaröðinni „2 become 1“ þar sem sýningarstjórarnir Steinunn Marta Önnudóttir og Halla Kristín Hannesdóttir hafa fengið til liðs við sig nokkur pör þar sem báðir aðilar eru starfandi myndlistarmenn.

Spurð út í hvernig sé að vinna með maka sínum, hverjir séu kostir og gallar þess segir Una Margrét: „Við höfum unnið saman í nokkur ár meðfram einstaklingsvinnu. Þannig að við erum með smáreynslu þegar kemur að samstarfi. Helsti kosturinn við að vera par sem vinnur saman er það að maður á auðvelt með að vera heiðarlegur hvort við annað um hvort hugmyndir séu góðar eða lélegar. Og við getum verið í stöðugu samtali um verkefnin sem við vinnum að hverju sinni. Hvort sem það er í stúdíóinu eða á meðan við burstum tennurnar. En það er kannski líka helsti gallinn, því þá erum við í vinnunni allan sólarhringinn. Verkin okkar þróast líka gjarnan út frá einhverju sem hefur byrjað sem einkahúmor eða bull okkar á milli. Þá áttum við okkur kannski allt í einu á því að við erum með eitthvað áhugavert í höndunum og höfum þá ómeðvitað verið að vinna saman. Þannig að við erum í rauninni alltaf að vinna saman, líka þegar við erum ekki að vinna saman.“

 Sammála um langflest

Una og Örn hafa verið lengi saman og urðu par löngu áður en þau lærðu myndlist. Aðspurð hvort þau séu yfirleitt með svipaðan stíl og smekk þegar kemur að myndlist segir Örn: „Smekkur okkar hefur líklega þróast svolítið í svipaðar áttir. Við erum sammála um langflest en þó ekki allt.“

Á sýningunni Kossar er eitt verk. Um tíu mínútna langt vídeóverk er að ræða. „Verkið ber sama heiti og sýningin. Vídeóinu er varpað á einn vegg rýmisins. Aðrir veggir eru klæddir gráum tjöldum svo að við umbreyttum rýminu talsvert svo að verkið gæti notið sín sem best,“ segir Örn.

Una bætir við: „Í verkinu má sjá okkur sitja hvort á sínum endanum á sófa. Þar sjáumst við kyssa okkur sjálf á munúðarfullan hátt. Það er mikil nánd á milli okkar í vídeóinu þar sem við sitjum í sama sófa, en á sama tíma mikil fjarlægð þar sem við kyssum einungis okkur sjálf og virðum hvort annað að vettugi að öllu leyti. Við erum saman, en samt alveg í okkar eigin heimi.“

- Auglýsing -

Þess má geta að sýningin stendur til 3. nóvember. Harbinger er á Freyjugötu 1 og þar er opið þriðjudaga til föstudaga frá 12-17 og laugardaga frá 14-17.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -