Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Hegningarhúsið verður opið almenningi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkiseignir og Minjavernd hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings um að hefja endurgerð á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í sumar. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar og þykir mikilvægt að viðgerð hússins taki mið af upprunalegri gerð þess, bæði hvað efnisval og handverk varðar.

Framkvæmdir munu hefjast strax í sumar og eru þær gerðar á grundvelli sérstaks fjárfestingarátaks á vegum stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu með arðbærum fjárfestingum sem auka eftirspurn eftir vinnuafli er segir í tilkynningu um málið.

Minjavernd mun taka að sér að annast og hafa umsjón með endurgerð Hegningarhússins fyrir Ríkiseignir fyrir allt að 342 milljónir króna í samræmi við fjárfestingarátak stjórnvalda.
Unnið verður að viðgerðum á ytra byrði hússins og nánasta umhverfi á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.

Samhliða þessum samningi er unnið að því í samstarfi við Minjavernd að tryggja aukið fjármagn til að ljúka endurgerð Hegningarhúss að utan, innan, hugsanlegrar byggingar í fangelsisgarði og frágangi lóðar hússins.

Endurgerð að innan mun jafnframt miðast við að húsið verði opið almenningi og að starfsemi í húsinu geti staðið undir rekstri hússins og öðrum kostnaði sem af eigninni stafar til framtíðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -