Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Helga Vala kallar eftir tafarlausum styrkjum til fjölmiðla: „..Skora á ríkisstjórn að bregðast við áður en tjón verður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að fjölmiðlar verði styrktir sérstaklega í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Í grein í Morgunblaðinu í dag bendir hún á að fjölmiðlar geti ekki nýtt sér margar af þeim leiðum sem hafi verið kynntar, til dæmis að senda fólk í hlutastarf, en á sama tíma dragist auglýsingatekjur saman.

„Auglýsingatekjur fjölmiðla hafa hríðfallið eftir komu Covid og samkomu­banns í kjölfarið. Fjölmiðlar geta ekki nýtt sér þær leiðir sem stjórnvöld hafa boðið upp á því það er jú ekki hægt að fresta bara greiðslum eða senda starfsfólk í hlutastarf. Í lýðræðisþjóðfélagi gegna fjölmiðlar algjöru lyilhlutverki og vil ég því skora á ríkisstjórnina að huga vel að útfærslu á því með hvaða hætti eigi að veita þeim stuðning í næsta pakka sem kynntur verður. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um styrkveitingar til fjölmiðla í sumar eða haust því slíkt verður að gerast núna. Það hafa nágrannalönd okkar gert og ég skora á ríkisstjórn að bregðast við áður en tjón verður.“

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var lagt fram í desember, en enn hefur ekki náðst samkomulag um frumvarpið á þingi. Samkvæmt frumvarpinu býðst einkareknum fjölmiðlum endurgreiðsla upp að 18% af rekstrarkostnaði, sem og heimild fyrir stuðningi upp á fjögur prósent af launakostnaði, gegn ákveðnum skilyrðum.

Stöðug krafa um fréttir og afþreyingu

„Einn er sá rekstur sem enga athygli hefur fengið þegar kemur að stuðningi stjórnvalda en getur lítið stuðst við þær leiðir sem þegar hafa verið samþykktar,“ skrifar Helga Vala. „Fjölmiðlar eru hreint ekki að glíma við verkefnaskort þessa dagana heldur er þvert á móti stöðug krafa samfélagsins um reglulegar fréttir af ástandinu, krafa um almennar fréttir og síðast en ekki síst er mikil krafa um ýmiss konar afþreyingarefni til að hafa ofan af fyrir okkur, börnum okkar og ungmennum í samkomubanni.“

Segir Helga Vala fjölmiðla hafa svarað þeim kröfum þeim breytingum dagskrá sinni og miðlum. „Upplýsingarnar flæða til okkar sem og skemmti-, kennslu- og afþreyingarefni. Fjölmiðlafólk hleypur hraðar en nokkru sinni á sama tíma og augljós hætta steðjar að vinnuveitendum þess.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -