Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Helga Vala segir stjórnvöldum bera að slíta alþjóðasamstarfi eða taka fullan þátt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gerði þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi að umfjöllunarefni í eldhúsdagsumræðum.

„Okkur hefur til þess dags þótt mikilvægt að tekið sé mark á okkur í samskiptum við aðrar þjóðir. Við viljum vera virt viðlits, vera tekin alvarlega og álitin sjálfstæð, fullvalda þjóð. Við berum með okkur ríkt þjóaðrstolt og virðumst sjaldan stoltari en þegar eftir okkur er tekið á erlendri grundu. Þá fögnum við og stöndum saman í gleði og hamingju. Stoltari en nokkrum sinni,“ sagði Helga Vala.

„Það er nú svo að til þess að eiga heimtingu á að vera tekin alvarlega þurfum við að skoða hvernig vð komum fram við aðra. Hvaða augum við lítum þá sem við gerum samninga við og göngum til samstarfs við. Getum við vænst virðinga ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum það sama?“

Hún benti á umræðu um fullveldi landsins og þær hugmyndir að ógn standi að. „Hvað er þetta fullveldi? Hugtakið kemur úr þjóðarrétti og fellst hið ytra fullveldi einmitt í rétti ríkja til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar. Það höfum við gert áratugum saman. Allt frá því að Ísland varð fullvalda. Við höfum skuldbundið okkur að þjóðarrétti sem fullvalda ríki af fúsum og frjálsum vilja til að lúta ýmsum reglum. Það gerðum við til að mynda árið 1953 þegar við gerðumst aðila að mannréttindasáttmála Evrópu. Við vorum ekki með því að afsala okkur fullveldi. Þvert á móti vorum við að sýna umheiminum að við værum fullvalda þjóð sem teldum hagsmunum okkar betur borgið meðal annarra þjóða í samvinnu um aukin mannréttindi.“

Helga vala sagði stjórnvöldum bera að slíta samvinnu eða standa með henni og taka fullan þátt. „Samninga skal halda. Um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstafiáfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga af vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu lands hvort tveggja heima við eða á alþjóðavettvangi, að slíta bara samvinnunni. Ellegar standa með þessari samvinnu og taka bara fullan þátt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -