Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Hélt að krabbinn væri rifbeinsbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þótt Guðrún Ögmundsdóttir glími nú við útbreitt krabbamein segist hún full þakklætis og stolt af því sem áunnist hefur.

 

Guðrún greindist með krabbamein um áramótin síðustu og er langt komin með lyfjameðferð við því. Hún segist þó ekki kvarta og það sé engin ástæða til að vorkenna henni neitt.

„Já, ég er með krabbamein, á ýmsum stöðum,“ segir hún. „Þetta uppgötvaðist svo seint. Ég hafði verið meira og minna hálflasin um tíma en samt auðvitað alltaf í vinnunni. Ég kláraði verkið sem ég var að vinna að um áramótin og eftir það versnaði mér hratt. Fyrst hélt ég að ég væri rifbeinsbrotin, en það var auðvitað ekki þannig. Meinið var búið að dreifa sér í beinin og á fleiri staði. Þetta er bara pakki sem maður fer í gegnum og ég er á æðruleysisskútunni hér. Mér finnst mér ekki nokkur vorkunn. Ég var yfirfélagsráðgjafi á krabbameinsdeild kvenna áður en ég fór í pólitíkina og það rifjast ýmislegt upp þegar maður er kominn þangað sjálfur. Það er alveg dásamleg þjónusta hérna við fólk með alvarleg veikindi, ég held það sé nánast einstakt. Þótt það sé ýmislegt annað að í ýmsum kerfum þá er utanumhaldið á krabbameinsdeildinni algjörlega til fyrirmyndar. Ég er mjög þakklát fyrir það.“

„Meinið var búið að dreifa sér í beinin og á fleiri staði.“

Guðrún er gift Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun, og þau eiga tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn. Hún segist aldrei myndu hafa getað gert allt það sem hún hefur afrekað ef hún hefði ekki haft það dásamlega bakland sem hann hafi veitt henni.

„Ég meina það í alvörunni,“ undirstrikar hún. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði hann ekki. Við höfum verið saman í fjörutíu ár núna í október, en mér finnst eins og við höfum byrjað saman í gær. Þetta er alltaf jafngaman. Við höfum bæði ætíð haft gleðina í lífinu sem ferðafélaga og verið samhent í því.“

Lestu viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í Mannlífi.

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Emilíanna Valdimarsdóttir, förðunarfræðingur hjá Urban Decay

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -