2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hjólamet gæti fallið

Tugir þúsunda nota reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. Nú í júní fór 25.501 reiðhjól fram hjá hjólamælum Reykjavíkurborgar við Nauthólsvík og má búast við að fjöldinn verði meiri þegar sólin fer að sýna sig.

„Við höfum ekki náð neinu meti ennþá en miðað við veðurfar hér í höfuðborginni þar sem af er má leiða að því líkum að við getum slegið met á þessu ári. Það er að segja ef sumarið kemur,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg.

Hann bendir á að hjólreiðar séu mjög háðar veðri og sýni mælar að þegar sólar naut í höfuðborginni á dögunum hafi margir farið út að hjóla og ganga.

Mynd / Ernir Eyjólfsson

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is