Laugardagur 5. október, 2024
8.8 C
Reykjavik

Iðnaðarmenn vilja úrræði til að „stöðva fúskara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formenn 12 meistarafélaga á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar innan Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins hafa sent frá sér ályktun þar sem bent er á að skortur á virku eftirliti með lögvernduðu iðngreinum stefni öryggi landsmanna í hættu.

„Það er með öllu óásættanlegt að ekkert opinbert eftirlit er með þeim fjölmörgu lögvernduðu iðngreinum sem iðnaðarlögin ná til og engin úrræði til að stöðva ófaglærða aðila sem ganga inn á svið lögverndaðra iðngreina þrátt fyrir kærur til lögreglu og kvartanir til Neytendastofu. Á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar er mikilvægt að hægt sé að grípa þegar í stað til úrræða sem stöðva fúskara sem ekki hafa tilskilin lögmæt réttindi. Þar er öryggi og heilsa landsmanna að veði,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þar segir einnig að  Meistaradeild Samtaka iðnaðarins hafi barist fyrir útbótum um árabil en að dæmi sanni að engin úrræði eru til staðar til að stöðva ólögmæta starfsemi í lögvernduðum iðngreinum.

„Því er nauðsynlegt að núgildandi iðnaðarlög verði endurskoðuð með það að markmiði að bæta eftirfylgni með lögunum. Störf iðnaðarmanna sem og réttur þeirra til að reka iðnað í atvinnuskyni nýtur lögverndunar og er tilgangur laganna að vernda neytendur, tryggja gæði og fagmennsku enda hafa iðnaðarmenn lokið bóklegu og verklegu námi til að öðlast kunnáttu og færni í faginu,“ segir einnig.

Í ályktuninni, sem má lesa í heild sinni hérna, eru stjórnvöld þá hvött til að koma á virku opinberu eftirliti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -