Laugardagur 13. apríl, 2024
-2.9 C
Reykjavik

18 ára gift í Bandaríkjunum – Þriðji partur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast endaði ég á að segja ykkur frá því þegar ég komst að framhjáhaldi míns fyrrverandi  eiginmanns og ofbeldinu sem gekk á í hjónabandi okkar.

Fyrri frásögn lauk þegar hann hvarf í enn eitt skiptið. Hvert fór hann? Jæja, sagan sem mér var sögð var lyginni líkust  –  enda örugglega lygi. Það var að morgni þegar hann loks kom heim í sömu  fötunum og þegar hann fór, ég viti mínu fjær af áhyggjum og spurði hann  hvert hann hafi farið og hvar hann hefði verið? Hann svarar mér að hann hafi verið settur í flugvél og flogið með hann og restina af herdeildinni út í miðja eyðimörk og hlutirnir sem hann hafi séð væru ógeðslegir.

Hann segir mér að það sé verið að gera rannsóknir á fólki með því að blanda saman dýrum og mönnum og hann hafi séð alls kyns hluti sem væru of hryllilegir til að útskýra fyrir mér. Hann segir mér að herdeildin hafi verið í sérstakri þjálfun varðandi að vernda þetta og einnig í þjálfun við hylma yfir kjarnorkuvopnum. Ég var 18 ára og gleypti við þessu eins og ekkert væri en svaf ekki vel svo vikum skipti að ímynda mér að þetta úrkynjaða „fólk“ myndi sleppa.

Þegar þarna er komið við sögu er að  nálgast jól og minn fyrrverandi stingur upp á því að við fengjum meðleigjanda til að flytja inn með okkur því það væri svo dýrt að leigja bara við tvö, þrátt fyrir að herinn væri að greiða meirihluta leigunnar. Ég samþykki það en þó með trega, þar  til að hann nefnir nafn á stúlku sem var vinkona mín. Þá segi ég honum að ég sé sátt við það.

Hún byrjar að hanga með okkur alla daga en flytur ekki inn. Mig fer að gruna að það sé eitthvað  á milli þeirra því hún var allt í einu orðin svo skrítin í kringum okkur. Ég geng á hann með það og  hann sver við líf sitt að það sé ekkert í gangi en ég bara vissi það, annað gat ekki verið.

Nokkrum dögum seinna er málefnið farið af borðinu varðandi meðleigjanda og hún hætt að umgangast okkur. Jólin líða og ég fer að ókyrrast og langar að fara í heimsókn til vinkonu  minnar sem bjó í öðru fylki. Um leið og ég nefndi það var hann til í að kaupa miða. Enginn miði  var keyptur til baka enda trúði ég honum þegar hann sagði mér að það væri bara best að kaupa  miða með stuttum fyrirvara.

Þegar ég vildi koma heim – ég fer í byrjun janúar 2001. Það var í síðasta skiptið sem ég sá hann þegar hann kvaddi mig á flugvellinum. Ég lendi í Nebraska og vinkona mín tekur á móti mér á flugvellinum og mikið var gaman hjá okkur þessa viku sem ég hafði hugsað mér að vera. Svo hringi ég í minn fyrrverandi og bið hann að kaupa miða fyrir mig heim, hann svarar mér með því að það sé ekki til peningur fyrr en um mánaðarmót. Jæja, ég tala við vinkonu mína og hún er bara ánægð með meiri tíma með mér og ég hringi í vinnuna og segi þeim frávþví að ég verði lengur en ég hélt að allir væru sáttir.

- Auglýsing -

Hægt er að lesa restina af þessari flottu lífsreynslusögu í nýjasta tölublaði Mannlífs en það er hægt akkurat hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -