Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Árásir þingmannsins og bæjarstjórans á mig persónulega eru í besta falli vindhögg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Árásir þingmannsins og bæjarstjórans á mig persónulega eru í besta falli vindhögg. Þau hvetja mig til þess að halda áfram að vinna mína vinnu. Árásir á fyrirtækið sem réði mig í vinnu eru alvarlegri, fyrirtæki sem er með 14 einstaklinga að jafnaði á launaskrá í hverjum mánuði. Þær árásir þurfa þessir kjörnu fulltrúar vonandi einhvern tímann að svara fyrir.“

Þetta skrifar Sindri Ólafsson, ritstjóri Eyjafrétta, í pistli á vef héraðsfréttamiðilsins, undir yfirskriftinni Að velja sér slagina. Tilefni skrifana er gagnrýni Páls Magnússonar, fyrrverandi útvarpsstjóra og núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á Eyjafréttir fyrir að hafa ekki birt þakkar- og hvatningarpistil eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vetsmannaeyja, til bæjarbúa á dögunnum. Páll hefur sagt berum orðum að það stafi af óvild ritstjórans í garð bæjarstjóra.

Gróf og staðlaus ásökun

Sindri hefur áður hafnað því að það hafi verið viljaverk að birta ekki pistilinn í miðlinum. Hann segir í pistli sínum í Eyjafréttum að það sé gróf og staðlaus ásökun að hann þjáist af persónulegri óvild í garð bæjarstjóra. „Páll Magnússon þingmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri nota ýmis tækifæri til þess að rýra trúverðugleika minn sem ritstjóra og miðilsins,“ skrifar Sindri, „en það hefur aldrei bitnað á aðgengi þeirra að miðlinum.“ Allt sem þau hafi sent til birtingar hafi fengið birtingu.

Hann bendir á að tilkynningum hafi rignt yfir miðilinn undanfarna daga og vikur frá almannavarnayfirvöldum, bæjaryfirvöldum og fleirum vegna ástandsins í þjóðfélaginu, og því ekki hægt að biðjast afsökunar á því að ein og ein Facebook-færsla birtist ekki í miðlinum, með vísan í skrif bæjarstjórans. „Það er bara eins og gengur og óþarft að rifja upp fyrir sjóuðum manni í fjölmiðlastarfi,“ skrifar Sindri og vísar þar í fyrri störf Páls.

Ótrúleg forgangsröðun hjá Páli

- Auglýsing -

Í ljósi þess segir Sindri að það sé „afar sérstakt og næstum því broslegt“ að Páll skuli taka undir með þeim sem hafi lýst yfir áhyggjum af stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá finnst honum þetta upphlaup þingmannsins vera eftirtektarvert, svo ekki sé meira sagt, með tilliti til þeirra áskorana sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum kórónaveirunnar. Að hann skuli velja þessa tímasetningu til að taka þennan slag sé til marks um ótrúlega forgangsröðun hjá þingmanninum. „En það flýgur jú hver eins og hann er fiðraður.“

Hægt er að nálgast pistil Sindra í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -