Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Björn um öryggisgæslu sérsveitarinnar: „Sjallar eru augsýnilega orðnir hræddir við þjóðina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson segir að Sjálfstæðismenn séu orðnir hræddir við þjóðina.

Í gær sagði Mannlíf frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi í einhverjum tilfellum annast öryggisgæslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ferðum þingmanna og ráðherra flokksins um Ísland í kjördæmavikunni. Lögreglan sagði ástæðuna vera þá að ráðherrar voru með í ferðinni og að mat lögreglunnar hafi verið það að auka þyrfti gæsluna.

Grindvíski samfélagsrýnirinn skrifaði Facebook-færslu þar sem hann spyr spurningar og svarar henni sjálfur. „Hvers vegna eru Sjallar að biðja Sérsveitarmenn að vernda ráðherrana sína og þingmenn? Svarið liggur í augum uppi.“ En hvað er svarið, samkvæmt Birni? „Um 80% þjóðarinnar eru komin alvarlega upp á kant við flokkinn, svo alvarlega að stutt er í róttæk mótmæli og jafnvel ofbeldi.“

Að lokum segir Björn að Sjálfstæðismenn séu orðnir hræddir. „Nokkur sýnishorn af því hafa verið að birtast og Sjallar eru augsýnilega orðnir hræddir við þjóðina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -