Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Dr. Skúli segist hafður fyrir rangri sök – Sjúklingur hans missti part úr eyra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirlæknirinn fyrrverandi sem sakaður er um að bera ábyrgð að dauða sex sjúklinga sinna á HSS segist vera borinn röngum sökum.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir, sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að valda dauða sex sjúklinga sinna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árin 2018-2020, segist í nýrri Facebook-færslu vera borinn röngum sökum. Er læknirinn sakaður um að hafa valdið dauða sjúklinganna með því að setja þau í tilefnislausar lífslokameðferðir. Segir hann ennfremur að hann og tveir aðrir fyrrum starfsmenn HSS, sem einnig hafa réttarstöðu grunaðra í málunum, hafa þurft að „heyja sína baráttu í kyrrþey“. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

„Kæru vinir.

Um langt skeið hef ég ranglega verið borinn afar þungum sökum um tilefnislausar lífslokameðferðir meðan ég starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögum samkvæmt hef ég ekki getað borið hönd fyrir höfuð mér vegna þagnarskyldu. Umfjöllunin hefur því verið algjörlega einhliða, afar villandi og hreinlega röng. Nú þegar rannsókn lögreglu er á lokastigi, get ég þó upplýst að niðurstaða dómkvaddra matsmanna í málunum er að sjúklingarnir hafi allir látist af náttúrulegum orsökum.
Ég fagna því mjög að rannsókn lögreglu sé að ljúka og að það hilli undir að niðurstöður verði opinberar. Nú fer málið, sem er miklu flóknara en haldið hefur verið fram opinberlega, lögum samkvæmt til héraðssaksóknara, til þess sem kallað er ákærumeðferðar, sem þýðir í raun að farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar og ákvörðun um framhaldið tekið.
Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman.
Við erum þrjú sem vorum til rannsóknar. Við höfum þurft að heyja okkar baráttu í kyrrþey vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi. Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð.

Ég vil nota tækifærið og þakka vinum mínum, vinnufélögum og öllum þeim sem hafa staðið við bakið á mér í þessari þrautagöngu. Sumir þeirra hafa haft tækifæri og þekkingu til að kynna sér málið í þaula og áttað sig á staðreyndunum. Ég vil líka þakka fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum mínum á HSS sem hafa sýnt mér mikinn stuðning frá upphafi.“

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um málið frá því að það kom upp en tilfelli Dönu Jóhannsdóttur vakti sérstakan óhug. Hún kom í hvíldarinnlögn inn á HSS en var sett á lífslokameðferð af Dr. Skúla og lést 11. vikum síðar. Var hún alvarlega vannærð, með þvagfarasýkingu sem ekki var meðhöndluð og með alvarleg legusár sem að sama skapi voru ekki meðhöndluð almennilega. Partur af eyra hennar datt af vegna legusárs.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Beggi Dan: „Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -