Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í fyrradag, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og mun hún sitja í því í hið minnsta 30 daga að öllu óbreyttu. Einhverjum kom á óvart og þegar tilkynnt var að Edda myndi vera vistuð í sama fangelsi og Anders Behring Breivik var vistaður í en samkvæmt Jóhannes Karli Sveinssyni, lögmanni Eddu, er búið að breyta því í kvennafangelsi.
Réttur Eddu Bjarkar til samskipta við umheiminn er mjög takmarkaður á meðan gæsluvarðhaldinu stendur og mun hún aðeins geta talað við fjölskyldu sína í 30 mínútur símleiðis í hverri viku.
„Þetta er strangara en við eigum að venjast. Í íslensku gæsluvarðhaldi eins og hún var í hérna áður mátti hún alveg fá heimsóknir frá ættingjum og hringja í lögmann hvenær sem var. En það eru miklu meiri hömlur þarna,“ sagði Jóhannes í samtali við Vísi um málið.
Ekki liggur fyrir hvenær Edda Björk fer fyrir dóm en hún er sökuð fyrir að flutt börn sín í óleyfi frá Noregi í fyrra.