Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

„Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af,“ skrifar fatahönnuðurinn Helga Ólafsdóttir um gjaldþrot hönnunarfyrirtækisins Ígló ehf.

 

Þann 12. september var fyrirtækið Ígló ehf. var úrskurðað gjaldþrota. Fyrirtækið var þekkt fyrir barnafatamerkið iglo+indi.

Helga Ólafsdóttir, eigandi og yfirhönnuður merkisins skrifar einlægan pistil um gjaldþrotið á Facebook.

„Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ skrifar Helga meðal annars. Hún segir frá því að iglo+indi hafi orðið til við eldhúsborðið heima hjá henni árið 2008.

„Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi. Það er mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið er mér mjög náið.“

„Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott…“

Helga skrifar þá um rekstrarumhverfið á Íslandi. „Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór,“ skrifar Helga.

- Auglýsing -

Þess má geta að samkvæmt frétt VB tapaði Ígló ehf. 78 milljónum króna árið 2017 samkvæmt síðasta ársreikningi og var það 30 milljónir króna meira tap en árið á undan. Tekjur félagsins drógust þá saman um 29 milljónir.

Facebook-pistil Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -