Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Enn ein kenningin um mögulegt gos – Farinn að leita að nafni á væntanlegri eyju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn ein kenningin er komin fram um mögulegt eldgos á Grindarvíkursvæðinu en sitti sýnist hverjum.

Nýjasta kenningin kemur frá Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi en hún er sú að ef eldgos verður á næstu dögum, muni það verða úti í sjó, suðvestur af Grindavík. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði sagði að líkur á gosi í sjó hefðu minnkað. Annað virðist vera komið upp á teningin, miðað við bloggfærslu Haraldar eldfjallafræðings. Segir hann þó að þrýsingur kvikunnar sé ekki nægilega mikill til þess að hún komi upp á yfirborðið. Að hans sögn er kvikan það eðlisþung að hún mun frekar flæða til hliðar en upp á yfirborðið.

Eyja rís við Grindavík

Haraldur er kominn það langt í kenningu sinni að hann er farinn að leita að nafni á væntanlegu eyjuna.

„Hún [kvik­an] vill bara fara í syll­ur eða ganga og við vit­um að það er gang­ur þarna und­ir. Hann nær niður í 8 km og efri part­ur­inn af hon­um er kannski kom­inn í hálf­an kíló­metra eða einn kíló­metra frá yf­ir­borði. Þessi gang­ur myndi helst vilja fara til hliðar. Hann á leið í gegn­um sprung­urn­ar sem urðu í fyrri gos­um,“ seg­ir hann.

„Ef gang­ur­inn er virk­ur og er að mjaka sér til suðurs – við sjá­um að það eru skjálft­ar sem ná al­veg und­ir hafið, rétt fyr­ir sunn­an Grinda­vík – væri eðli­leg­ast ef hún myndi renna til hliðar og út í þetta kerfi suðvest­an við bæ­inn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þannig myndi ný eyja mynd­ast sunn­an Grinda­vík­ur.

Um síðustu helgi velti Haraldur upp þessari sömu kvikuhreyfingum á bloggi sínu og spurði þá hvað eyjan ætti að heita.

- Auglýsing -

Haraldur skoðaði nýlegar loftmyndir af Grindavík í vikunni og þá þá eftir tveimur sprungum sem liggja samsíða rétt vestur af Grindavík en um 200 metrar eru á milli sprungnanna. Aukreitist skoðaði eldfjallafræðingurinn eldri loftmyndir þar sem sjá má sprungurnar þar sem íbúabyggð er nú.

„Við sjá­um það á loft­mynd­um am­er­íska hers­ins frá 1954 og þar er þetta greini­legt. En hrepp­stjór­inn hef­ur ekk­ert verið að velta þessu fyr­ir sér á sín­um tíma. Þetta voru bara gaml­ar sprung­ur og eng­in ástæða fyr­ir þá að vera velta því fyr­ir sér. Það var bara byggt ofan á þetta. Svona var bara hug­ar­farið. En núna er þetta dá­lítið meira vanda­mál,“ seg­ir hann.

Gögn og sagan benda til annars

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor við jarðeðlisfræði, um hugmyndir Haraldar. „Þær upplýsingar sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum, benda ekki til þess að það sé nein umtalsverð þennsla undan ströndinni. Og að öllum líkindum er sá gangur sem myndaðist þar, storknaður. Þannig að á grundvelli þeirra gagna sem menn sjá, eru líkur á að gos nái út í sjó, við núverandi aðstæður, litlar. Það er alls ekki hægt að útiloka það en þær eru litlar.“

Magnús Tumi segir að auk þess að líta til gagnanna þegar meta á líkur á gosi í sjónum, þurfi að skoða söguna. „Það eru aflögunargögnin sem við lítum til, það eru jarðskjálftagögnin og líka sagan. Það hafa komið fullt af gosum á síðustu 15. þúsund árum en ekkert þeirra hefur náð út í sjó á þessu svæði eða svæðinu þarna austur af. Og það er sennilega góð ástæða fyrir því, vegna þess að þarna er gliðnunin. Þarna eru kraftar sem eru að toga í sundur landið og hafa myndað landið sem við búum á. En þarna erum við komin í flekann sem er að fara suð-austur, Evrasíuflekinn og það er bara ekki spenna til að toga bergið í sundur. Þess vegna nær kvikan ekki upp á yfirborðið þar. Þannig að sagan og afleiðingargögnin sem við höfum núna, mæla gegn því, miðað við núverandi aðstæður, að það verði gos í sjó.“

Morgunblaðið sagði frá bloggfærslu Haraldar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -