Laugardagur 27. apríl, 2024
10.8 C
Reykjavik

Enn leitað að Magnúsi Kristni: „Hrædd um að hugsanlega sé hann í fangelsi eða á sjúkrahúsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn er leitað að Magnúsi Kristni Magnússyni, 36 ára íslenskum karlmann sem ekki skilaði sér í flug frá Dóminíska lýðveldinu 10. september síðastliðinn. Magnús ferðaðist frá Spáni 3. september síðastliðinn til höfuðborgar Dóminíska lýðveldisins, Santa Domingo. Svo segir í frétt á Rúv.is sem jafnframt náði tali af systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur.

„Hann hefur alveg skotist út. Hann er fráskilinn á það til að skella sér óvænt til útlanda,“ svarar Rannveig aðspurð hvort það sé honum líkt að ferðast án þess að láta af sér vita. Rannveig segir samt atburðarásina núna óvenjulega sökum þess að hann haldi ávallt sambandi við fjölskylduna.

Útiloka ekki neitt

Rannveig og fjölskylda Magnús vita ekki frekari skil á hvers vegna leið hans lá til Dóminíska lýðveldisins: „Við erum kannski svolítið hrædd um að hugsanlega sé hann í fangelsi eða á sjúkrahúsi, við erum að vona eitthvað slíkt“.

„Er eitthvað í sögu hans sem gerir það að verkum að ykkur grunar að einhverjir séu á eftir honum?“ spyr Arnar Björnsson blaðamaður RÚV.

„Maður getur aldrei útilokað það. Við vitum það ekki og vonum ekki. Miðað við það litla sem við höfum heyrt þaðan að þá virðist það ekki hafa verið. Svo segja okkur aðrir sem þekkja til þarna úti að auðvelt sé að rata í vandræði hitti maður rangt fólk,“ svarar Rannveig.

- Auglýsing -

Tvær óstaðfestar vísbendingar

Í samtali við DV segir Rannveig að tvær vísbendingar hafi komið upp á yfirborðið síðastliðinn sólarhring. Önnur sú að hugsanlega sé farangur Magnúsar Kristins enn á flugvellinum og hin að 12. september, tveimur sólarhringum eftir að síðast heyrðist frá Magnúsi hafi hugsanlega verið hreyfing inni á einum samfélagsmiðli hans.

Rannveig setur varnagla á og segir: „Þetta er þó enn með öllu óstaðfest.“

- Auglýsing -

Óendanlega þakklát

Viðbrögð fólks létu ekki á sér standa eftir hjálparkall Rannveigar á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Undir lok samtalsins segir Rannveig:

„Ég er þakklát öllum þeim fjölmörgu sem vilja hjálpa okkur við leitina. Við höfum fengið boð um aðstoð úr öllum áttum. Ekki bara frá Íslandi heldur frá Dóminíska lýðveldinu og alls staðar að úr heiminum“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -