Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eva birtir staðreyndir HSS-málsins: „Lögreglan er búin að senda málið til ákærusviðs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Hauksdóttir birtir staðreyndir um mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, í ljósi færslu hans á Facebook þar sem hann segist hafður fyrir rangri sök.

Sjá einnig: Sonur meints fórnarlambs Skúla læknis svarar: „Ég varð vitni af því þegar móðir mín var aflífuð“

Lögfræðingurinn Eva Hauksdóttir er dóttir Dönu Jóhannsdóttur sem er eitt sex meintra fórnarlamba Skúla T. Gunnlaugssonar, þáverandi yfirlæknis HSS. Dana var lögð inn í hvíldarinnlögn í lok árs 2019 inn á HSS en Skúli setti hana í lífslokameðferð, þrátt fyrir að ekkert lífshættulegt hrjáði hana. Hún lést 11. vikum eftir að hún var lögð inn en var þá með þvagfærasýkingu og legusár inn að beini en hvorugt var almennilega meðhöndlað á spítalanum.

Sagði Skúli, sem nú starfar á Landsspítalanum, í færslu sem birtist á Facebook í gær, að hann væri hafður fyrir rangri sök og að sérfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að sjúklingarnir sex hefðu allir látist af „náttúrulegum orsökum“. Færsla Skúla fékk töluverðan stuðning á Facebook frá fólki úr ýmsum áttum og ýmsum stéttum. Þar má meðal annars nefna Pál Matthíasson geðlækni og fyrrum forstjóra Landspítalans en hann var við stjórn þar á árunum 2013 til 2021.

Eva Hauksdóttir sá sig knúna til að birta „sannleikann í HSS málinu“ í færslu á Facebook í dag. Fer hún yfir staðreyndir málsins en færsluna má lesa hér:

„Aðeins varðandi sannleikann í HSS málinu:

1) Niðurstaða óháðs sérfræðings sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis (EL) var sú að ekki hefði verið forsenda fyrir lífslokameðferð
2) Niðurstaða sérfræðinga EL var sú að ekki hefði verið forsenda fyrir lífslokameðferð
3) Niðurstaða matsmanna er sú að ekki hafi verið forsenda fyrir lífslokameðferð.
4) Læknarnir voru ósáttir við þá niðurstöðu og fóru fram á endurupptöku matsgerðar í ljósi nýrra gagna.
5) Nýju gögnin voru fyrst og fremst framburðarskýrslur vitna sem sögðu að móðir mín hefði verið erfið og leiðinleg. Það eru engar fréttir fyrir mig, ég þekki engan sem fannst hún ekki erfið.
6) Það að sjúklingur sé erfiður og leiðinlegur réttlætir ekki ótímabæra lífslokameðferð.
7) Í seinni umferð er niðurstaða matsmanna sú að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð.
8 ) Lögreglan er búin að senda málið til ákærusviðs. Hvernig í ósköpunum læknamafíunni tekst að túlka það sem merki um að sakborningar hafi verið hvítþvegnir er mér hulin ráðgáta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -