Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sonur meints fórnarlambs Skúla læknis svarar: „Ég varð vitni af því þegar móðir mín var aflífuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sonur eins af sex meintum fórnarlömbum Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis svarar honum í stuttri en harðorðri færslu á Facebook.

Sjá einnig: Dr. Skúli segist hafður fyrir rangri sök – Sjúklingur hans missti part úr eyra

Beggi Dan, sonur Dönu Jóhannsdóttur sem lést í umsjón Skúla T. Gunnlaugssonar, þáverandi yfirlækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, er allt annað en sáttur við færslu læknisins sem birtist í fjölmiðlum í gær, þar sem læknirinn segist hafður fyrir rangri sök. Þá segist læknirinn einnig í Facebook-færslunni að sérfræðingar hafi gefið þá útskýringu að allir sex sjúklingarnir hafi dáið af „náttúrulegum orsökum“. Þessu er Beggi ósammála.

„Ég er ekki sérfræðingur en ætli það sé ekki þannig að þeir sem eru settir á lífslokameðferð deyji af “náttúrlegum orsökum”? Ég varð vitni af því þegar móðir mín var aflífuð og ég get fullyrt það að hún dó ekki af náttúrlegum orsökum. Svo spyr maður sig, fyrst að þetta var náttúrulegt og voðalega fínt allt, af hverju sendir lögreglan málið áfram í ákæruferli í stað þess að fella málið einfaldlega niður? Þetta er ömurleg tilraun lífslokalæknisins Skúla Gunnlaugssonar til að hvítþvo hendur sínar af ótímabærum dauða sex sjúklinga sinna. Sex! Sannleikurinn mun koma í ljós!“

Sjá einnig: Beggi Dan: „Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -