Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Frændurnir sem hurfu eftir ball í Keflavík: „Tók hundurinn þaðan á rás beina leið niður í fjöru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var á sunnudagskvöld 30. janúar sem frændurnir Jón Erlendsson (26) og Jón Ólafsson (21) fóru saman á dansleik í heimabæ sínum, Keflavík. Árið var 1956 en frændurnir hurfu sporlaust eftir ballið.

Hinn skelfilegi harmleikur varð í lok janúar 1956 að keflvískir frændur hurfu eftir að hafa sótt saman ball í heimabænum. Mikil leit hóft af piltunum en eftir að grunur kviknaði um að þeir gætu hafa tekið pramma úr bátahúsi, var sporhundur fenginn frá Reykjavík. Faxi fjallaði um hvarfið á sínum tíma:

Þau hörmulegu tíðindi gerðust hér í Keflavík aðfararnótt mánudagsins 30. janúar s. 1., að tveir ungir Keflvíkingar, þeir Jón Erlendsson 26 ára og Jón Ólafsson, 21 árs, hurfu og hefir ekkert síðan til þeirra spurzt, þrátt fyrir ýtarlega leit. Nóttina, sem piltarnir hurfu, var saknað hér í Keflavík lítils pramma, og héldu ýmsir að þeir væru valdir að hvarfi hans. Var höfnin því slædd án árangurs. Fenginn var maður með sporhund flugbjörgunarsveitarinnar hingað suður, en leit hans bar engan árangur. Eins og að framan getur fóru leitarflokkar hér um allt nágrennið og leituðu alls staðar þar sem nokkur líkindi voru til að mennirnir kynnu að hafa farið. Allt hefir þetta því miður verið árangurslaust og enn hefir ekkert rekið á fjörur svo vitað sé, er bent geti á afdrif þessarra ungu manna. Er þetta einn hinn sorglegasti atburður og djúpur harmur kveðinn að nánustu ástvinum þeirra. 

Þrátt fyrir að í frásögn Faxa hafi verið sagt að sporhundurinn hafi ekki fundið neitt, þá var það ekki alveg rétt. Hundurinn ku hafa tekið á rás frá bátahúsinu og út í fjöru.

Tíminn fjallaði um sporhundinn á sínum tíma:

Sporhundur rakti leiðina úr bátahúsi niður í fjöru

- Auglýsing -

Un 50 manns leitaði í gær að piítunum tveimur, sem saknað er frá Keflavík frá því á mánudagsnótt.

Um 50 manns leitaði í gær að piltunum tveimur frá Keflavík, sem saknað er frá því á aðfaranótt síðasta mánudags-. Var leitað með allri strandlengjunni írá Garðskagavita og; langt inn á Vatnsleysuströnd, en sú leit bar ekki árangur.

Mennirnir tveir, Jón Erlendsson, Vesturgötu 7, 26 ára, og Jón Ólafsson, Kirkjuvegi 44, 22 ára, sáust síðast skömmu fyrir klukkan þrjú aðfaranótt mánudagsins. Fóru þeir þá saman út úr húsi í Keflavík. En báðir bjuggu piltarnir hjá foreldrum sínum, enda fæddir og uppaldir í Keflavík.
Í fyrradag fékk lögreglan í Keflavík lánaðan sporhund frá Reykjavík til þess að taka þátt í leit að mönnunum. Þar sem grunur lék á því að piltarnir hefðu tekið pramma til sjávar, var farið með hundinn í geymsluhús, þar sem báturinn var geymdur. Tók hundurinn þaðan á rás beina leið niður í fjöru vestast í kaupstaðnum, en síðan fór hann eftir ýmsum leiðum út í Garð.
Þar sem álitið er, að mestar líkur séu fyrir þvi, að piltarnir hafi farið út á sjó á prammanum, sem er lítið tveggja manna far flatbotna, var fólk beðið að leita með sjónum í gær, en sú leit var án árangurs.

- Auglýsing -

Nokkrum dögum eftir hvarfið sagði Morgunblaðið að frændurnir hefðu að öllum líkindum drukknað.

Fullvíst þykir að Keflvíkingarnir hafi drukknað

ALLAR HORFUR eru á því að Keflvíkingarnir Jón Erlendsson, 26 ára, Vesturgötu 7 þar í bæ, og Jón Ólafsson, 21 árs, Kirkjuvegi 44, sem hurfu aðfaranótt mánudags, hafi farizt.

Það hefur komið í ljós, að um nóttina hafa þeir tekið lítinn pramma og farið út á sjó á honum. Í fyrradag var sporhundur Flugbjörgunarsveitarinnar fenginn suður í Keflavík til þess að leita mannanna. Rakti hann spor þeirra að skemmu einni í bænum, þar sem pramminn var geymdur, þaðan rakti hann sporin niður í flæðarmál. Mikill fjöldi mann á Suðurnesjum leitaði í gær á stóru svæði, en veður var mjög óhagstætt til leitar í fyrrakvöld og í gær var fárviðri þar syðra og ófært veður fyrir litla báta, svo að augljóst mál er, að hér hefur orðið hörmulegt slys. Jón Erlendsson var sonur Erlendar Jónssonar verkstjóra í Ísfélaginu. Jón Ólafsson var einkasonur Ólafs Jónssonar, sem er starfsmaður við Dráttarbraut Keflavíkur.


Minningarguðþjónusta var svo haldin handa frændunum í Keflavíkurkirkju 26. maí en hún var afar vel sótt og þóttir sýna samhug almenning til fjölskylda frændanna.
Faxi skrifaði um minningarguðþjónustuna:

Minningarguðsþjónusta var haldin í Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. maí, um þá frændurna, Jón Erlendsson Vesturgötu 7 og Jón Ólafsson, Kirkjuvegi 44 í Keflavík, sem hurfu með sviplegum hætti aðfaranótt þess 30. janúar s.l. Á þeim langa tíma sem liðinn er frá þeir frændur hurfu, hefir allt verið gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að upplýsa hið sviplega hvarf þeirra frændanna, og þykir nú allt benda til að þeir hafi drukknað, þó að aldrei hafi fullsannazt. Minningarræðuna flutti sr. Björn Jónsson. Fjölmenni var við athöfnina, og sýndi hinn stóri hópur kirkjugesta að þessu sinni, samhug almennings til hlutaðeigandi fjölskyldna, sem urðu fyrir þeim þunga harmi, að missa þessa ungu menn á voveiflegan hátt, í blóma lífsins og á bezta skeiði ævinnar.


Tíminn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -