Sunnudagur 19. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Gauti prófessor greindist með krabbamein: „Ef það fer að dreifa sér fara líkurnar versnandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gauti B. Eggerts­son, pró­fess­or í hag­fræði við Brown-há­skóla í Provi­dence í Rhode Is­land í Banda­ríkj­un­um, bróðir Dag­s B. Eggerts­sonar, borg­ar­stjóra í Reykja­vík, kom í hjartnæmt og skemmtilegt viðtal á MBL og um veru sína Vestanhafs um veikindin sem hann er að berjast við.

„Ég tók hag­fræðipróf heima í Há­skóla Íslands 1997. Mig langaði alltaf að taka doktors­próf í hag­fræði og sótti þess vegna um á síðasta ár­inu mínu. Ég var svo ótrú­lega hepp­inn að kom­ast að í Princet­on, og naut þess þar lík­lega sér­stak­lega að Þor­vald­ur Gylfa­son [pró­fess­or í hag­fræði] var með sterk tengsl inn í skól­ann, en hann lauk námi sínu þaðan líka.“

Gauti hefur búið 17 ár í Bandaríkjunum og unnið að rannsóknum, en hann býr þar ásamt fjölskyldu. Erfið tíðindi bárust honum á haustdögum, þar sem hann fékk tilkynningu um að hafa greinst með endaþarmskrabba­mein.

„Kon­an sendi mig á heilsu­hæli til Aust­ur­rík­is. Ég held að hún hafi verið með þetta sjötta skiln­ing­ar­vit sem fólk okk­ur náið er oft með. Henni fannst eins og hlut­irn­ir væru bara ekki í lagi. Ég var mjög skeptísk­ur á að fara á svona heilsu­hæli, ímyndaði mér fólk í jóga að til­biðja dul­ar­full­ar ver­ur í ein­hverj­um krist­als­grottó,“ seg­ir Gauti í létt­um dúr, „en svo kom í ljós að þessi staður sem ég fór á var vís­inda­lega byggður. Fæðið þarna sam­an­stóð af hafra­graut á morgn­ana, tveim­ur kart­öfl­um í há­deg­is­mat og svo var eitt­hvert grugg­ugt vatn sem kallað var súpa í kvöld­mat.

Til að gera illt verra var svo ekk­ert vín á borðum og, það sem verra var, ekk­ert kaffi held­ur! Ég komst raun­ar að því, sem kom mér á óvart, að ég saknaði víns minna en kaff­is, fyr­ir utan auðvitað að fá eitt­hvað al­menni­legt að borða,“ seg­ir Gauti.

Sára­ein­falt að fara í ristil­skoðun

Þarna hófst alls­herj­ar­heilsu­út­tekt og í þeirri skoðun hafi Gauta verið ráðlagt að fara í ristil­spegl­un í kjöl­far ómskoðunar.

- Auglýsing -

„Ég hélt nú að ómskoðun væri fyrst og fremst eitt­hvað fyr­ir ófrísk­ar kon­ur og full­vissaði lækn­inn um að ég væri ekki ófrísk­ur. En þótt lækn­ir­inn hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að ég væri ekki ófrísk­ur, fannst henni melt­ing­ar­kerfið grun­sam­legt. Ég fór í ristil­spegl­un þegar ég kom til baka til New York og þá kom í ljós krabba­mein,“ seg­ir Gauti.

„Ég held að það sé full ástæða til að fólk fari að skima fyr­ir þessu fyrr, mér skilst að skimun byrji ekki fyrr en við 50 ára ald­ur. Ég er 47 ára gam­all og mér segja fróðari menn og kon­ur að nú sé krabba­mein að finn­ast æ oft­ar í yngra fólki. Ég hef heyrt á lækn­um að þeir telji eðli­legt að fólk fari að skoða þetta strax um fer­tugt. Það er sára­ein­falt að fara í ristil­skoðun og ef þetta er bara ný­byrjað, þegar mynd­ast svo­kallaðir ristil­sep­ar, er hægt að klippa út á sama tíma og ristil­spegl­un­in fer fram.

Ef ég hefði farið í ristil­spegl­un fyr­ir fimm eða sjö árum hefði þetta ekki verið neitt mál. Nú sé ég hins veg­ar fyr­ir mér heil­mikið maraþon,“ út­skýr­ir Gauti. Hann kveður þá vakn­ingu, sem orðið hafi und­an­far­in ár um brjóstakrabba­mein kvenna, já­kvæða, en gera megi mun bet­ur í að vekja at­hygli á endaþarms- og ristil­krabba­meini.

- Auglýsing -

Greindi vandann nær samstundis

„Ég bý svo vel að syst­ir henn­ar Örnu, kon­unn­ar hans Dags, er ein­mitt skurðlækn­ir á sviði krabba­meins í endaþarmi og ristli. Hún hef­ur varið stærst­um hluta síns starfs­fer­ils í Yale hér í Banda­ríkj­un­um en er nú ný­kom­in heim til Íslands,“ seg­ir Gauti og hafi því auðvitað legið bein­ast við að hringja í hana til skrafs og ráðagerða. Hún hafi þá greint vand­ann nær sam­stund­is.

Hann get­ur á þessu stigi lítið sagt um áhrif meðferðar­inn­ar á sjálf­an krabb­ann, þar sem hann sé rétt bú­inn að ljúka téðri geislameðferð, fyrsta skref­inu á veg­ferðinni. Mál­in skýrist þó hugs­an­lega nú í janú­ar en fram und­an bíða stór­ar áskor­an­ir, lyfjameðferð og skurðaðgerð.

„Það tek­ur dá­lít­inn tíma skilst mér, eft­ir geisl­ana, að vita hvort æxlið hafi minnkað eða ekki. Þetta er staðbundið æxli hjá mér, en um leið og þetta er farið að dreifa sér yfir í lungu eða nýru fara lík­urn­ar mjög hratt versn­andi,“ út­skýr­ir hann.

Þau hjón­in tóku þá ákvörðun frá upp­hafi að segja börn­un­um allt af létta. „Ef þú seg­ir börn­un­um ekk­ert en þau vita samt að eitt­hvað er að, fara þau bara að ímynda sér það versta. Þá er betra að segja hlut­ina bara eins og þeir eru,“ seg­ir Gauti.

„Hitt­ir þú ein­hvern tím­ann Íslend­inga?“

Gauti segir að lokum frá nokkuð magnaðri reynslu og skemmtilegri tilviljun:

„Þegar pabbi var að heim­sækja mig hérna í New York, geng­um við eitt kvöldið á veit­ingastað ná­lægt íbúðinni okk­ar. Á leiðinni spyr pabbi: „Hitt­ir þú ein­hvern tím­ann Íslend­inga?“ „Lítið sem ekk­ert,“ segi ég. Á veit­ingastaðnum vill þjónn­inn að við setj­umst út í horn. Mér er yf­ir­leitt sama um þannig hluti. En af ein­hverj­um ástæðum leist mér svo óskap­lega vel á borð sem ég sá, og bað um að fá að sitja þar í staðinn.

Þegar við pabbi sett­umst niður og byrjuðum að spjalla sneri kon­an á næsta borði sér að okk­ur: „Hæ, þið hljótið að vera frá Íslandi!“ – en slíkt hef­ur aldrei gerst áður í mínu til­felli eft­ir 17 ára bú­setu. Hún kynn­ir sig og heit­ir Elín Marta Pét­urs­dótt­ir. Hún heyrði að við vær­um að tala um krabba­mein. Og þá kem­ur í ljós að hún var greind með sömu teg­und krabba­meins árið 2019 – jafn­vel ná­kvæm­lega sama stig og staðsetn­ingu. Þar að auki var hún meðhöndluð á sama sjúkra­húsi, Memorial Sloan Ketter­ing Cancer Center.

Eins og þetta væri ekki nóg þá kom í ljós að á þess­um risa­stóra spít­ala var hún meðhöndluð af sama skurðlækni og ég, dr. Mart­in Weiser. Þegar Elín er að segja sögu sína kem­ur eig­inmaður henn­ar að borðinu eft­ir að hafa verið bú­inn að létta á sér. Dúkk­ar þar upp gam­all vin­ur minn, Sig­ur­geir Jóns­son, bekkjar­bróðir úr hag­fræðideild Há­skóla Íslands fyr­ir tæp­um 30 árum. Til að gera langa sögu stutta reyn­ist Elín vera krabba­meins­laus í dag og þurfti ekki einu sinni skurðaðgerð þar sem geisla- og lyfjameðferð reynd­ust ein­stak­lega vel í henn­ar til­felli. Þar að auki fékk hún litl­ar sem eng­ar auka­verk­an­ir af meðferðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -