Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Gísli Marteinn segir Eurovision-stjörnuna Tusse vita vel hvernig nafnið hans hljómar á íslensku

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaðurinn geðþekki, fullyrðir að sænska Eurovision-stjarnan Tusse viti vel hvaða íslenska orðs nafni hans svipar til.

„Ég get vottað að honum er fullkunnugt um merkingu orðsins. Ég hafði sagt sænskum kollega mínum frá því og hann sagði Tusse. Þegar ég hitti Tusse daginn eftir í keppnishöllinni kom hann til mín og sagði: ‘Oh so you are the commentator from Iceland. Pleased to meet you, I’m Cunt.’“ („Svo þú ert þulurinn frá Íslandi. Gaman að kynnast þér, ég er tussa.“)

Tusse tróð upp á lokakvöldi Söngvakeppninnar á laugardaginn og er óhætt að segja að atriðið hafi vakið mikla lukku. Lagið hans, Voices, er sama lag og hann flutti í Eurovison í Rotterdam í fyrra. Þar hafnaði Tusse í 14. sæti.

Þeir voru sennilega ófáir, Íslendingarnir sem skemmtu sér yfir fimmaurahúmornum sem nafn sænska söngvarans kynti undir. Undir myllumerkinu #12stig á Twitter má finna nokkrar færslur þar sem þessu er velt upp.

Sumir vonuðust til þess að íslensku kynnarnir myndu brjóta ísinn.

- Auglýsing -

Einhverjir Svíar höfðu áhyggjur af Melodifestivalen, forkeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision, fyrst Tusse væri staddur hér. Úrslitakvöld þeirra var á laugardaginn, eins og á Íslandi. Einhverjir höfðu gert ráð fyrir því að Tusse myndi afhenda bikarinn, sem sigurvegarinn frá því í fyrra.

Tusse kærði sig kollóttan um það allt saman.

- Auglýsing -

(Það er þeirra vandamál, ég er að njóta Íslands.)

Enda virðist hann vera að hugsa um að setjast hér að.

(Ég er að hugsa um að flytja hingað)

Við tökum hann auðvitað á orðinu og bjóðum Tusse hjartanlega velkominn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -