Þriðjudagur 23. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Guðmundur fannst látinn í snjóskafli og talinn hafa fengið hjartaáfall – Það reyndist ekki rétt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Helgason fór með kvöldferðinni suður eftir til að heimsækja vin sinn í Garði rétt fyrir jól árið 1944. Komst hann þó ekki alla leið því hann fannst látinn í snjóskafli í vegkanti nálægt Meiðastöðum.

Við fyrstu sýn virtist Guðmundur hafa látist úr hjartaáfalli en þegar líkið var skoðað nánar, kom annað í ljós.

Morgunblaðið fjallaði um líkfundinn:

Maður finnst örendur

SlÐASTL. þriðjudagskvöld um kl. 9 fanst maður örendur á veginum skammt frá Meiðastöðum í Garði, Gerðum. -—. Maður þessi var Guðmundur Helgason, til heimilis Njálsgötu 44, hjer í hæ. Hafði Guðmundur farið með kvöldferðinni þangað suður eftir og ætlað að hitta kunningja þar í þorpinu.
Fanst Guðmundur í snjóskafli á vegbrúninni skammt frá Meiðastöðum. Var farið með lík Guðmundar til læknis og við skjóta rannsókn, taldi læknirinn Guðmund hafa dáið af hjartaslagi. Guðmundur Helgason var fæddur 8. sept. 1881, var hann ekkjumaður og börn hans öll uppkomin.

En þegar læknirinn krufði Guðmund kom í ljós að hjartaslag var ekki dánarorsök, heldur eitthvað mun grunsamlegra. Vísir fjallaði um hina nýju uppgötvun:

Lík Guðmundar Helgasonar var hryggbrotið

Eins og skýrt hefir verið frá, fannst maður nokkur, Guðmundur Helgason, til heimilis á Njálsgötu 44 hér í bæ örendur hjá Meiðastöðum í Gerðum, Garði. Við fyrstu rannsókn komu ekki nein veruleg meiðsl eða áverkar i ljós á líkinu, en við nánari rannsókn og krufningu hefir fundizt að maðurinn hefir hrygghrotnað. Er hryggbrotið talið stafa af mjög miklu höggi, er hann hafi hlotið, en ekki vitað enn hvað hefir valdið því. Mun það mál vera í rannsókn.

Í heilbrigðisskýrslu landlæknis fyrir árið 1944 er meðal annars farið yfir ýmis dauðsföll en þar er eftirfarandi texti um andlát Guðmundar Helgasonar.

14. des. G. H-son, 65 ára. Maðurinn fannst liggjandi við þjóðveginn suður með sjó, þá látinn, og að dómi læknis, er til var kvaddur á staðinn þá þegar 13. desember, mun maðurinn hafa látizt fyrir ca. hálfri klst. Ályktun: Við krufninguna fannst þverbrot á neðanverðum hrygg með mjög mikilli blæðingu upp á við og niður á við frá brotstaðnum. Enn fremur fannst sprunga í miltinu. Banameinið ótvírætt hryggbrotið. Engin áverkamerki fundust á húðinni.

Ekki tókst blaðamanni Mannlífs að finna frekari upplýsingar um dauða Guðmundar eða niðurstöður rannsóknarinnar á andláti hans en lesendur sem gætu haft upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Mannlíf.

- Auglýsing -

Baksýnisspegill þessi birtist áður hjá Mannlífi þann 9. júní 2023.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -