Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Heimili gjöreyðilagðist á Siglufirði – Hetja með gasgrímu bjargaði barni úr brennandi húsinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórbruni varð á Siglufirði þegar sprenging varð þegar Ólína Kristjánsdóttir ætlaði sér að kveikja upp í eldavél með olíu.

Mikill mildi var að enginn skyldi farast í stórbruna í húsinu Brúarfoss á Siglufirði í marsmánuði 1943, þar sem Ólína Kristjánsdóttir bjó ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Kjartanssyni og átta börnum þeirra. Eldurinn kviknaði þegar Ólína ætlaði sé að kveikja í eldavél með steinolíu en úr varð sprenging. Læstist eldurinn í fötum hennar en eiginmaður hennar kom henni út og slökkvi eldinn í fötum hennar. Var þá kviknað í húsinu og tókst honum að bjarga tveimur af þremur börnum sínum sem inni í húsinu voru. Það var svo amerísk hetja sem bjargaði þriðja barninu en hann æddi inn í reykfyllt húsið með gasgrímu og kom barninu út. Eftir lífgunartilraunir sem stóðu yfir í langan tíma, vaknaði barnið loks og hlaut því þessi sanna saga farsælan endi.

Tíminn skrifaði um málð á sínum tíma:

Bruni á Siglufirði

Síðastliðinn mánudag brann húsið Brúarfoss á Siglufirði. Bjuggu i húsi þessu Kristján Kjartansson og kona hans, Ólína Kristjánsdóttir og átta börn þeirra. Eldurinn kom þannig upp, að Ólína var að kveikja með olíu í eldavél. Varð þá allt i einu mikil sprenging og læsti eldurinn sig um allt eldhúsið á svipstundu. Kristján var staddur á efri hæð hússins, þegar hann heyrði óp Ólínar, og hljóp þá strax niður. Tókst honum að slökkva eldinn í fötum hennar og koma henni út. Síðan fór hann að leita þriggja barna þeirra, sem voru upp á lofti. Fann hann fljótt tvö þeirra og kom þeim út, en það þriðja, tveggja ára gamla telpu, fann hann ekki. Urðu bæði hann og aðrir frá að hverfa, vegna reyks. Amerískur hermaður með gasgrímu réðst þá til inngöngu og fann hann telpuna, sem var næstum köfnuð af reyk. Loks tókst þó að lífga hana eftir alllangan tlma. Kristján og Ólína brenndust allmikið. Húsið og allt, sem í því var, gereyðilagðist. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -