Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ekki enn búið að ákveða hvort kæra eigi dr. Skúla Tómas – Grunaður um sex manndráp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar hjartalæknis er enn til skoðunar hjá héraðssaksóknara en hann er sakaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sinna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, ellefu mánuðum eftir að héraðssaksóknari fékk málið í hendur.

Sjá einnig: Dr. Skúli segist hafður fyrir rangri sök – Sjúklingur hans missti part úr eyra
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Lögreglan rannsakaði mál sex sjúklinga sem Skúli Tómas hafði yfirumsjón með en hann er grunaður um að hafa valdið dauða sjúklinganna með því að setja þau í tilefnislausar lífslokameðferðir er hann starfaði sem yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Eftir að lögreglan lauk rannsókninni í febrúar á þessu ár, var málið sent til hérðassaksóknara. Ýmsar ástæður eru fyrir seinaganginum að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara.

Í skriflegu svari Kolbrúnar til Mannlífs, segir hún að alls hafi fjögur mál verið tekin fyrir síðustu ár, sem varðar grun um að heilbrigðisstarfsmenn hafi gerst sekir um manndráp eða manndráp af gáleysi. Eitt þeirra hafi verið látið niður falla, eitt hafi endað með ákæru en svo séu tvö óafgreidd. Annað þeirra barst 27. desember 2022 en hitt er mál Skúla Tómasar. Að sögn Kolbrúnar eru málin tvö ótengd. Þau mál sem afgreidd voru tóku fimm og hálfan mánuð og sex mánuði en þau sem eftir standa hafa verið hjá héraðssaksóknara í hátt í 11 mánuði (mál Skúla) og tæpt ár.

Aðspurð um það af hverju hin málin séu ekki enn afgreidd segir Kolbrún ýmsar ástæður geta verið fyrir því. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því, staðan er auðvitað ekki þannig að við getum tekið mál til afgreiðslu um leið og þau berast embættinu. Á ákærusviði 1 starfa nú 14 ákærendur og sviðið fær um 500 mál til afgreiðslu á ári. Mörg málanna eru mjög flókin og viðamikil og tímafrekt að vinna þau. Þau mál sem ákært er í taka auk þess mikinn tíma í dómi. Þannig að staðan er ekki sú því miður að mál sem berast frá lögreglu fari strax til afgreiðslu. Ég hef nú nýverið úthlutað málum til starfsmanna sem bárust í maí og þessu ári en fram að þeim tíma voru þau í bið.“

- Auglýsing -

Spurð hvort héraðssaksóknaraembættið sé að rannsaka málin eitthvað frekar segir Kolbrún ekki svo vera. „Við rannsökum ekki mál á sviðinu en það kemur oft fyrir að mál eru að mati ákæranda ekki fullrannsökuð og þá eru þau endursend lögreglu með fyrirmælum.“

Þegar Mannlíf spurði Kolbrúnu hvort fyrirséð væri hvenær tekin yrði afstaða til óafgreiddu málanna svaraði hún: „Já vonandi verða óafgreiddu málin afgreidd sem allra fyrst.“

Enn starfar Skúli Tómas sem læknir á Landspítalanum, þrátt fyrir grun um sex manndráp en Landlæknir veitti honum takmarkað læknaleyfi og starfar hann nú við almennar lyflækningar. Gildir leyfið til 30 júní 2024.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -