- Auglýsing -
Knattspyrnumaðurinn knái Hjörtur Hermannsson er sagður fer á förum frá liðinu Pisa á Ítalíu en hann hefur aðeins spilað 15 leiki á tímabilinu fyrir liðið.
Í frétt á Fótbolti.net er sagt frá því að ítalska liðið Spezia hafi áhuga á að fá Hjört í sínar raðir en knattspyrnustjóri liðsins var sá sem fékk Hjört til Pisa á sínum tíma en hann á eitt ár eftir að samningi sínum við liðið.
Hjörtur hefur leikið 27 landsleiki fyrir Ísland og spilaði með Fylki, PSV, IFK Göteborg og Brøndby áður en hann gekk til liðs við Pisa árið 2021.