Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Hlédís, Gunnar og horfnu fósturvísarnir: „Þetta er eins og einhver lygasaga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason höfðu á sínum tíma reynt með aðstoð Art Medica að eignast barn.  Í fyrra tjáði ókunnug manneskja Gunnari úti á götu að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað á þeim tíma þegar á meðferðunum stóð og að framið hefði verið lögbrot. Þegar hjónin skoðuðu málið kom í ljós að 19 fósturvísar höfðu horfið auk þess sem fjöldi manns hafði skoðað sjúkraskrár hjónanna sem geymdar eru á Landspítalanum, en samkvæmt lögum mega einungis læknar sem sinna fólki skoða sjúkraskrár fólks.

„Við vorum grunlaus um að nokkuð hefði farið úrskeiðis í þessu ferli allan þennan tíma, þangað til ég lenti í mjög undarlegu atviki í miðborginni 17. desember síðastliðinn. Þetta er eins og einhver lygasaga. Ég var staddur á Kárastígnum rétt fyrir jól og ætlaði að fara inn á kaffihús og þá vatt sér að mér úti á götu manneskja, sem ég hef hvorki séð fyrr né síðar, og það er varla hægt að kalla þetta samtal; ég hef margoft farið yfir þetta í huganum. Þetta voru kannski tvær mínútur sem viðkomandi staldraði þarna við og virtist vita það eða hafa upplýsingar um það að við fórum í svona tæknifrjóvgunarmeðferð hjá Art Medica. Þau orð sem voru viðhöfð um þetta þarna úti á götu voru á þá leið að þetta hefði ekki farið fram eins og við reiknuðum með; þessi meðferð okkar. Það var líka haft á orði að þetta hefði verið brot á lögum; það sem gerðist hefði verið í ósamræmi við lög og síðan var lagt hart að okkur af þessum aðila að rifja þessi atvik upp eins og frekast væri kostur, frá a til ö. Og svo var bara viðkomandi farinn. Eins og ég segi – þetta var ekki samtal. Ég hef farið yfir þetta í huganum og ég held ég hafi ekki sagt eitt einasta orð.“

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -