Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Tony var sakaður um mansal: „Íslendingar tóku mjög vel á móti mér, en ríkisstjórnin ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Íslendingar tóku mjög vel á móti mér, en ríkisstjórnin ekki,“ segir Tony Omos í viðtali í nýju helgarblaði Mannlífs. Tony Omos er nafn sem flestir Íslendingar kannast við. Tony er nígeríski hælisleitandinn sem felldi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr stóli dómsmálaráðherra árið 2014 vegna „Lekamálsins“ svokallaða. Málið hafði gríðarleg áhrif á Tony Omos og hans fjölskyldu enda var hann saklaus sakaður um mansal og eiturlyfjasölu. Í dag hefur hann byggt upp fallegt heimili með eiginkonu sinni Evelyn Glory í Reykjanesbæ en saman eiga þau þrjú börn.

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Upprunalega kom Tony til Íslands frá Sviss árið 2011 og sótti hér um hæli sem flóttamaður. Umsókn hans var ekki samþykkt og átti að senda hann aftur til Sviss, en Tony kærði þann úrskurð. Í september árið 2012 dundu svo áföllin yfir. Tony var handtekinn og húsleit gerð á heimili hans í Keflavík. Mátti hann dúsa í einangrun í tvær vikur vegna gruns um eiturlyfjasölu og mansal. Málið var löngu seinna látið niður falla, enda átti það ekki við rök að styðjast.

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Í október árið 2013 staðfesti innanríkisráðuneytið synjun Útlendingastofnunar um hæli fyrir Tony. Í kjölfarið krafðist Omos þess að hann fengi að áfrýja til dómstóla en hann átti þá von á barni með Evelyn sem einnig var nígerískur hælisleitandi. Þar að auki hefði hann enn stöðu sakbornings í lögreglumálum á Suðurnesjum og átti enn eftir að hreinsa nafn sitt. Kröfu hans var hafnað og fór hann því í felur. Mótmæli voru boðuð fyrir utan innanríkisráðuneytið þar sem átti að mótmæla synjun Tonys um hæli. En þá var minnisblaði lekið í blöðin. Viðtalið við Tony má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -