Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Aníta Briem: „Krakkarnir, voru að fela sig í runnunum þegar hann kom og sótti mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var svo ótrúlega heppin að ég fékk að spreyta mig svolítið í Þjóðleikhúsinu frá því að ég var níu ára gömul. Þá var ég fyrst í Emil í Kattholti og lék þar Idu og var svo alveg í fjórum leiksýningum í Þjóðleikhúsinu, þannig að ég var ótrúlega lánsöm að ég einhvern veginn fékk svolítið að kanna hvað leiklistin væri áður en ég tók ákvörðun um það,“ segir Aníta Briem í viðtali sem birtist í nýju helgarblaði Mannlífs en þar segir hún frá æskunni, eineltinu og lífinu í Hollywood.

Mynd: Kazuma Takigawa

„Mér finnst ég hafi fengið svolítið svona góða hugmynd um þetta, með því að vinna með því framúrskarandi fólki sem var að gera þetta af miklu hjarta og alvöru. Það var mikilvægt því þá fannst mér ég geta tekið ákvörðun sem var byggð á einhverju sem skipti máli, að ég fann að ég var að gera þetta af réttum ástæðum því mig langaði að segja sögur og það var eitthvað þarna sem mér fannst vera mikilvægt, ég var ekki bara krakki sem fannst gaman að fá athygli uppi á sviði.“

Mynd: Kazuma Takigawa

Var það frægðin sem heillaði hana og dró hana út í leiklistina?

„Veistu – það hefur aldrei verið þannig. Ég upplifði það alveg í gegnum pabba, því að hann var svo frægur hérna á Íslandi, það var alveg þannig að þegar ég var í skóla man ég að krakkarnir, og þá aðallega stelpurnar, voru að fela sig í runnunum þegar hann kom og sótti mig til að sjá hann og strákarnir að þykjast vera skotnir í mér til að fá áritaða kjuða frá Gulla Briem. Þetta var alveg svoleiðis.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -