Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Hraun hefur flætt yfir heitavatnsæðina – Gripið til sparnaðaraðgerða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hraunið sem flæðir úr nýjasta eldgosinu á Reykjanesskaga hefur nú farið yfir hitaveituæð sem leiðir vatn til Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga á Reykjanesinu.

Búast má við að nú verði heitavatnslaust næstu sólarhringa miðað við orð forstjóra HS Veitna en blaðamaður Mannlífs náði ljósmyndum af gufustrókinum sem gnæfir á himni en hann myndaðist er hraun flæddi yfir heitavatnsæðina sem leiðir vatn til Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga á Reykjanesinu.

Páll Erland, forstjóri HS Veitna sagði eftirfarandi í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2, þegar tvísýnt þótti með framhaldið vaðrandi heitavatnsæðina:

„Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“

Samkvæmt frétt RÚV er heita vatnið öruggt næstu klukkutíma og gripið verður til sparnaðaraðgerða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -