Þriðjudagur 14. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hvíti, miðaldra forréttindapésinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkveldi þegar ég kreisti fram síðustu orkuna til að klára síðustu tvö sperrubilin af kúlupanil í kjallaraloftið heima hjá mér varð mér hugsað um forréttindi. Búin vinna sleitulaus alla helgina síðan ég kom heim úr vinnunni á föstudaginn.

Ég er búin að vera þarna svo oft áður, alveg frá því að ég var tvítugur í fyrstu holunni sem ég keypti á Skeggjagötunni, í einhverju djöfulsins verkáhlaupi. Síðan kom Grettisgatan, svo Baldersgade og svo Gammel Jernbanevej og svo síðustu 9 ár er ég búin að endurbyggja Rauðagerðið frá a-ö og er eiginlega að verða búin.

Það eru búnir að fara þúsundir af tímum í þetta verkefni, þetta form sem skýlir mér og fjölskyldunni minni gegn veðrum og vindum, raðlægðum 8 mánuði á ári.

Árið 2013 þegar ég kynnti Rauðagerðisverkefnið fyrir konunni minni útlistaði ég verkhlutum fyrir henni eins og ég vissi nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það reyndist allt rangt nema eitt, ég áætlaði að verkið tæki 10 ár og það reyndist rétt. En málið var að ég þurfti að að halda að ég vissi hvað ég væri að fara að gera, hvað ég væri að fara út í.

Það er alltaf þannig, ég þarf að halda að ég viti, þaðan sprettur trúin á eigin getu og möguleika. Svo kemur bara eitthvað allt annað í ljós og svo annað og annað og annað. En í trúnni felst sköpunarkrafturinn og hún drífur mig áfram.

Í rúmt ár er ég búin að vera að leggja fyrir peninga fyrir þessu kjallaraverkefni, smáaura á hverjum mánuði. Nú er peningurinn búin og ég hálfnaður með verkið og það þýðir að ég þarf að ég þarf að halda áfram að leggja fyrir, mæta í vinnuna, afgreiða í búðinni og smátt og smátt næ ég að klára þetta, ég veit það því ég er búin að sjá það nógu oft til að trúa því.

- Auglýsing -

En málið er að ég er fasteignareigandi og margir tala um það sem forréttindi og sumir meira segja tala um það eins og það sé eitthvað sem ég næstum á að skammast mín fyrir, því ég hef það svo gott, horfa á mig og sjá forréttindafirrtan miðaldra millistéttarpésa með snjóbræðslu. Þeir hinir sömu kvarta yfir að komast ekki á fasteignamarkaðinn og oft á tíðum telja sig festast á leigumarkaði. Og don‘t get me wrong, fasteignir eru sjúkt dýrar og leigumarkaðurinn hér á Íslandi rekin út frá frumskógarlögmálum, I get it.

En hver eru forréttindi mín spyr ég? Eru þau að ég eignast húsnæði úr vakúmi eins og einhver hafði dregið það upp úr galdrahatti eða eru forréttindi mín þau að ég hafði samfélagslegt leyfi til að segja Verslunarskólanum að fokka sér eftir 3 mánaða skólavist svo ég gæti lært trésmíði í Tækniskólanum sem í þá daga hét Iðnskólinn? Eru forréttindi mín þau að ég hef fengið að vinna við fagið mitt í nær 30 ár og öðlast djúpstæða reynslu og tengsl innan heims sem svo margir ekki skilja? Er ég þeim forréttindum gæddur að geta unnið á baki brotnu ár eftir ár með fullri vinnu í hvert skiptið og tekið hvert húsið eða íbúðina á fætur öðru í nefið, skrælt það og endurbyggt?

Ég held að það séu forréttindi mín, að búa í samfélagi þar sem ég get einmitt unnið mig áfram og menntað mig áfram úr hvaða gildru sem er.

- Auglýsing -

Þegar ég byrjaði korter í tvítugt átti ég 350 þúsund og það var árið 1996 og það var skrefið sem ég tók. Ég þekki fullt af mönnum og konum sem eru í sömu stöðu, duglegt fólk sem byggir upp með misljós markmið í huga. Sum þeirra eru miðaldra á meðan önnur eru ung, já nákvæmlega, meira að segja þekki ég ungt fólk í dag sem eru búin að nörla sér inn útborgunum á mörgum árum svo kaupa þau sé sína fyrstu íbúð, ég sé að þetta er hægt.

Ég er forréttindum gæddur, forréttindi mín eru geta mín til að geta menntað mig, unnið og verið duglegur. Forréttindi mín eru að hafa fæðst í samfélagi þar sem mér stendur til boða að vera kraftmikill.

Fyrir forréttindi mín er ég þakklátur og ekkert að skammast sín fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -