Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ill meðferð erlends kvikmyndatökuliðs á hestum stöðvuð: „Það blæðir ekki undan ofnæmi!!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hestasamfélagið logar vegna slæmrar meðferðar á hestum sem spænskir kvikmyndatökumenn leigðu á Íslandi.

Samkvæmt Steinunni Árnadóttur, orgelleikara, hestakonu og baráttukonu stöðvaði eftirlitsmaður Matvælastofnunar meðferð á hestum sem leigðir voru af spænskum kvikmyndagerðarmönnum hér á landi, um leið og myndskeið sem sýndi meðferðina. Steinunn vakti athygli á málinu á Facebook í gær og sýndi myndband þar sem sjá má tvo menn ríða hestum, sem virðast dauðskelkaðir.

Steinunn sagði í færslunni að beislibúnaður hestanna sé „mjög grunsamlegur.“ Í færslunni segir meðal annars: „Hestar sem voru lánaðir í myndatökuverkefni eru nú „tuktaðir til“ af Spánverjum. Beislisbúnaður er ekki samkvæmt okkar reglum, slatti af keðjum og krókum og eitthvað blæðir eftir meðferðina.“ Segir hún að dýralæknir hafi skoðað blæðandi sár eftir keðjur á hestunum og sagt það vera ofnæmi. „Það blæðir ekki undan ofnæmi!!“ skrifaði Steinunn.

Í samtali við Mannlíf lýsir Steinunn hvað sjá má á myndskeiðinu. „Þetta virðast vera þægur hestur sem verið sé að trylla. Allar hreyfingar knapans eru hálf hrottalegar og hann er með eitthvað í hendinni sem hann lemur hestinn með. Það sést ekki hvað þetta er en svo virðist sem hesturinn meiði sig, þannig eru viðbrögðin. Og þetta með beislibúnaðinn, þetta er eitthvað sem við erum alls ekki með hér á Íslandi, það eru keðjur og krókar þarna niður undir sem eru hreinlega ekki leyfðir. Og annað, þetta virðist vera alveg hundþægur hestur, hann ber öll merki þess. Og þá fer maður að hugsa, hvernig er tekið á þeim sem ekki eru eins stilltir og þessi? Samfélagið logar alveg, fólk er alveg ævareitt.“

Mannlíf ræddi einnig við Ingunni Reynisdóttur dýralækni, sem séð hafði myndbandið en hún sagði það sýna misþyrmingu. „Þarna er verið að misþyrma hrossinu. Það er alveg út í Hróa hött að koma svona fram við hross.“

Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna er sá sem tilkynnti málið til Matvælastofnunar en hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook í gær:

- Auglýsing -

„Í hádeginu í dag fékk ég símtal þar sem mér var sagt frá meintri illri meðferð á hestum í kvikmyndaverkefni.

Ég fór beint í það að kynna mér málið og hringdi í fjölda fólks î þeim tilgangi.
Í framhaldinu sendi ég tilkynningu til MAST um málið og krafðist tafarlausra aðgerða, sem orðið var við.
Um þrjú leitið fékk ég þetta myndband sent.
Um kaffileitið skilst mér að búið hafi verið að stoppa starfsemina og rétt síðar fékk ég upplýsingar um að allir í hinu erlenda kvikmyndatökuliði sem tengdust málinu hafi verið reknir og muni hverfa af landi brott.

Svona lagað má aldrei líðast og vona ég svo innilega að það fólk sem svona fer með skepnur verði dregið til ábyrgðar og fái ekki að halda áfram iðju sinni í öðrum löndum. En það er víst ekki í mínum höndum. Aðal atriðið í dag var að stoppa þessa illu meðferð strax.“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -