Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Inga Sæland sakar ráðherra um valdníðslu: „Henni til ævarandi minnkunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sakar matvælaráðherra um valdníðslu.

Í gær var gefin út skýrsla sem var gerð fyrir matvælaráðuneytið. Í skýrslunni er haldið fram að milljarða króna tap haf verið á hvalveiðum undanfarin ár og hafi þær haft lítil áhrif á efnahag Íslands. Inga Sæland, sem situr í atvinnuveganefnd, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi.

„Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ sagði Inga sem er langt frá því sátt með vinnuaðferðir Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. 

„Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -