Fimmtudagur 25. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Íslandsbanki hríðfellur í Kauphöllinni – Bjarni ætlar ekki að axla ábyrgð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað um 3,51 prósent við lokun Kauphallarinnar í dag en þetta kemur ofan á tæplega 3 prósent lækkun gærdagsins.

Hlutabréfaverð bankans standi nú í 110 krónum á hlut en hafi staðið í 117 krónum fyrir helgi.

Gengi bankans hefur því lækkað umtalsvert í kjölfar sáttar Íslandsbanka og FME um tæplega 1,2 milljarða króna sekt vegna lögbrota við framkvæmd á sölu á 22,5% hlutar ríkisins í bankanum í mars síðastliðnum. Gengi bankans hefur fallið um 6,38% síðastliðinn mánuð.

Samkvæmt frétt mbl.is segist Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki ætla að axla ábyrgð á brotum bankans og sagði ,,Það er algerlega fráleit hugmynd ef stjórnendur Íslandsbanka fylgja ekki lögum og ekki eigin reglum, að þá eigi ráðherra að segja af sér.“

Jafnframt sagði Bjarni að bankinn hefði brugðist sýndu trausti sem þáttakandi í ferlinu að selja eignarhlut ríkisins í bankanum.

Í mars síðastliðnum greindi mbl.is í frétt sinni frá því að Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir upplýsingum og skýringum frá fjármálaráðherra, m.a. því hvort hæfi hans hafi verið fullnægt að því snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf. sem er félag í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -