Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Jakob Frímann styður Katrínu í framboði til forseta Íslands: „Afar hæfur leiðtogi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakob Frímann Magnússon ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands og styður Katrínu Jakobsdóttur í kosningunni.

Stuð- og þingmaðurinn Jakob Frímann Magnússon tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram til forseta Íslands en hann hafði áður sagt frá því að hann væri að íhuga málið gaumgæfilega eftir að fjöldi manns hafði skorað á hann. En hann hefur sem sagt nú komið undan feldi og tekið þá ákvörðun að gefa ekki kosta á sér í embættið. Í tilkynningunni sem birtist á Facebook í gær, segist hann styðja Katrínu Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra til starfans.

„Ég fagna því að Katrín Jakobsdóttir hefur lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands.

Katrín er afar hæfur leiðtogi sem ég hef átt gott samstarf við og styð heils hugar.
Um leið tilkynnist að ég hyggst ekki gefa kost á mér til þessa kjörs.
Ég færi þeim fjölmörgu sem hafa hvatt mig og stutt alúðarþakkir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -