Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Kafarar og leitarhundar aðstoða við leitina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leitin að Jón Þresti Jónsyni beinist nú að almenningsgarði í Dyflinarborg, eftir að írskum yfirvöldum bárust nafnlausar ábendingar, fimm árum eftir mannshvarfið.

Írska lögreglan, gardaí, óttast að Jón Þröstur hafi verið myrtur daginn sem hann hvarf. Jón Þröstur hafi verið viðstaddur fund sem leiddur hafi verið til lykta með jafnvoveiflegum afleiðingum.

Talið er að ástæða fundarins hafi verið að beiðni Jóns Þrastar sem ku hafa tapað mörg þúsund evrum í póker. Er talið að hann hafi verið að funda með einhverjum í von um að verða sér út um meira fjármagn, segir í frétt á dublinlive.ie.

Óttast er að Jóni Þresti hafi verið beðinn bani og því næst hafi líki hans verið komið fyrir í almenningsgarði í Norður-Dyflinnarborg. Tvö nafnlaus bréf hafa borist lögreglu vegna þessa.

Samkvæmt heimildarmanni fjölmiðlinsins þar ytra segir að talið sé að nægar upplýsingar hafi borist til að hægt sé að fara í leitir á svæðinu.

Nafnlausu bréfin

- Auglýsing -

Tvö nafnlaus bréf hafa borist vegna málsins. Annað barst á lögreglustöðina, Ballymun Garda Station, og hitt var sent á prest í borginni.

Lögreglan hefur óskað eftir að sendandi bréfanna stigi fram og hefur lofað að viðkomandi hljóti fullan trúnað.

Þrátt fyrir að upplýsingar í bréfunum hafi verið af skornum skammti töldu yfirvöld þar í landi þær nægilegar til að fara í leitina, sem hófst í gær.

- Auglýsing -

Leitin

Leitað verður á tveimur svæðum í almenningsgarðinum, Santry Demesne. Töluvert skóglendi er í á öðru svæðinu og djúpt vatn er á hinu svæðu. Yfirvöld telja því að líkamsleifar Jóns hafi verið annað hvort grafnar í skóglendinu eða komið fyrir í vatninu.

Notast verður við leitarhunda á svæðinum sem hafa hlotið sérstaka þjáfun við leit að líkamsleifum. Einnig munu kafarar aðstoða við leitina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -