Laugardagur 20. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Konur íhuga hópmálsókn vegna bólusetninga: „Engin kona tekin til líkamlegrar rannsóknar.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konur sem skoruðu á Landlækni að rannsaka áhrif bólusetninga gegn Covid-19 á tíðahring kvenna, hugleiða nú hópmálsókn gegn íslenska ríkinu.

Konurnar, sem stofnuðu á sínum tíma fjölmennan Facebookhóp í kringum málið, eru slegnar yfir niðurstöðu nýrrar rannsóknar Lyfjastofnunar og Landlæknis, en óháð nefnd sem rannsakaði málið gaf út niðurstöðu sína í fyrradag, þann 7. október. Í þeim kemur fram að nefndin telji „að ekki sé með óyggjandi hætti hægt að útiloka tengsl nokkurra tilfella sem áttu sér stað í kringum tíðahvörf og hluta tilfella sem vörðuðu óreglulegar og langvarandi blæðingar við bólusetningar.“

Nefndin telji hins vegar að tengsl milli bólusetningar og fósturláta hér á landi sé ólíkleg.

 

Einungis 38 mál skoðuð

Í rannsókninni voru mál einungis 38 kvenna skoðuð, en þegar niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar hafði Lyfjastofnun borist um 800 tilkynningar er varða röskun á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19.

Í niðurstöðum nefndarinnar segir meðal annars:

- Auglýsing -

„Fram kemur í niðurstöðunum að milliblæðingar og blæðingaóregla sé algengt vandamál hjá konum á frjósemisskeiði. Vegna þess sé það fyrirsjáanlegt að þegar svo stór hluti þessa aldurshóps sé bólusettur á nær sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar þessara kvenna fái óreglu á blæðingar á sama tímabili og bólusetning á sér stað.“

 

Þekkja líkama sinn

Ótal konur hafa þó lýst því yfir í ofangreindum Facebookhóp að þær séu þess fullvissar að röskun á tíðahring þeirra sé ekki á nokkurn hátt eðlileg eða innan þessara skekkjumarka á frjósemistímabili.

- Auglýsing -

Þær séu fullorðnar, þekki líkama sinn og hafi reglulegar blæðingar. Margar þeirra segjast aldrei hafa upplifað slíka breytingu á tíðahring sínum, ásamt öðrum aukaverkunum honum tengdum. Sömuleiðis virðast kvensjúkdómalæknar þessara kvenna eingöngu benda á bóluefnin sem ástæðu breytinga, ef marka má orð Rebekku Óskar Sváfnisdóttur, en hún er forsvarskona hópsins sem telur nú um 600 félaga.

Rebekka er allt annað en sátt við rannsóknina og niðurstöðurnar.

„Ég er ekki nógu sátt við þessar niðurstöður og hópurinn minn er ekki sáttur við þessar niðurstöður heldur vegna þess að það var ekki ein kona tekin til rannsóknar við gerð þessarar rannsóknar. Það var hringt í örfáar konur og þær voru spurðar um leyfi til þess að skoða sjúkraskýrslur, það var hringt í örfáar konur af þessum sem var hringt í og spurt nánari spurninga af kvensjúkdómalækni á vegum þessarar rannsóknar, ekki allar. Og við sjáum ekki hvernig rannsókn getur skilað eðlilegum niðurstöðum þegar að engin kona er tekin til líkamlegrar rannsóknar.“

Rebekka segir konurnar vera að íhuga næstu skref, sem mögulega verði málsókn á hendur íslenska ríkinu.

„Það er fundur með lögmanni á mánudag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -