Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

„Mér finnst við ekki lengur geta leyft okkur þetta háttalag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diskar, sogrör, hræripinnar og blöðruprik sem og matarílát, drykkjarílát og bollar úr frauðplasti.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í desember í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál.

Þar er þá lagt til að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum.

„Tilhugsunin um að eitthvað sem ég nota bara í nokkrar mínútur verði til í mörg hundruð ár eftir það, er óþægileg. Það er eitthvað kolrangt við það. Mér finnst við ekki lengur geta leyft okkur þetta háttalag, nú þegar við vitum hvaða áhrif það hefur á jörðina okkar,“ skrifar Guðmundur um frumvarpið á Facebook.

„Við getum svo vel notað aðra hluti í staðinn.“

„Verði frumvarpið að lögum munu nokkrar algengar gerðir af plastvörum verða bannaðar á Íslandi. Þetta eru t.d. plastdiskar, plasthnífapör, plaströr og bollar úr frauðplasti. Við getum svo vel notað aðra hluti í staðinn. Frumvarpsdrögin gera líka ráð fyrir að einnota plastbollar og -matarílát sem maður fær t.d. á skyndibitastöðum megi ekki lengur vera ókeypis,“ skrifar hann einnig.

Tilhugsunin um að eitthvað sem ég nota bara í nokkrar mínútur verði til í mörg hundruð ár eftir það, er óþægileg. Það er…

Posted by Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra on Fimmtudagur, 2. janúar 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -