Miðvikudagur 1. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Miklar líkur á eldgosi samkvæmt Þorvaldi: „Undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldfjallafræðingur Þorvaldur Þórðarson telur að þjóðin ætti að undirbúa sig fyrir eldgos í Grímsvötnum.

Það virðist stefna í eldgos í Grímsvötnum en á einum klukkutíma í gær mældust þar sex jarðskjálftar sem voru yfir einn í styrkleika og hefur fluglitakóð yfir Grímsvötnum verður færður í gult. Þetta gefur til kynna að stutt sé í gos samkvæmt Þorvaldi Þórðarsyni.

„Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenjustórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankinn,“ sagði Þorvaldur við Vísi fyrr í dag.

„Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ og gosið muni ekki ógna byggð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -