Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Morðmálið á Ólafsfirði: „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vitnisburði frænda Tómasar Waagfjörð í kom fram að Steinþór Einarsson hafði ráðist á Tómas um það bil tveimur mánuðum fyrir manndrápið. Málið er nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra en sagði Steinþór, sem er ákærður fyrir morðið á Tómasi, að frændi hans hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins örlagaríka.

„Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór en umræddur frændi bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði. Tómas og eiginkona hans áttu í stormasömu sambandi en daginn áður en hann var myrtur hafði eiginkona hans gengið út og fengið að dvelja hjá vinkonu sinni á Ólafsfirði. Um kvöldið bað Tómas frænda sinn að fara og ná í eiginkonuna en vildi hún ekki fara með honum. Við það varð Tómas mjög reiður en frændi hans sagðist hafa reynt að róa hann niður.

Síðan sagðist frændinn hafa sofnað og vaknað seinna um nóttina til þess að fá sér að borða. Það var þá sem hann varð var við sjúkrabílana í götunni og skömmu síðar hafi lögregla tjáð honum að Tómas væri látinn.

„Ég brotnaði niður við það.“

Aðspurður um hnífa Tómasar sagði frændinn hann hafa verið mikinn kokk. Hann hafi brýnt hnífana en taldi það ekki hafa verið í neinum öðrum tilgangi en þeim sem snýr að matseld.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -